Uppáhalds fiskréttur fjölskyldunnar

min_IMG_4289Mikið hef ég hlakkað til að deila þessari uppskrift með ykkur. Mamma á allan heiðurinn af þessum sívinsæla, stórgóða og ofur fljótlega fiskrétti sem er á borðum hjá okkur í fjölskyldunni að minnsta kosti einu sinni í viku. Innan fjölskyldunnar gengur rétturinn undir því skemmtilega nafni ríkisfiskur og hefur hann verið eldaður óteljandi oft á síðustu árum í hinum ýmsu útgáfum. Mamma var samt búin að biðja mig um að kalla þetta ekki ríkisfisk, hæ mamma mín :).. Allavega, tilurð réttarins má að miklu leyti rekja til grillgleði pabba sem helst vill grilla á hverjum degi. Það er samt tiltölulega erfitt að grilla ýsu nema með smá tilfæringum og eftir smá hugmyndavinnu í eldhúsinu þróaði mamma þennan rétt sem samtvinnar bráðhollan fiskrétt sem er fullur af grænmeti og gerir grillglaðan pabba ánægðan.

Þið verðið að prófa þennan rétt, ef þið viljið ekki grilla hann er vel hægt að stinga honum inn í vel heitan ofn eða undir grillið í ofninum. Það er samt alveg hægt að grilla réttinn í hvaða veðri sem er þar sem maður þarf ekkert að standa við grillið og snúa og vesenast eitthvað. Ég lofa því að það er alveg þess virði að hafa dregið fram grillið þegar maður finnur ljúft grillbragðið af réttinum.

min_IMG_4299Ríkisfiskur (Fyrir 2-3):

Ég hvet ykkur til að prófa ykkur áfram með grænmeti, uppskriftin sem ég gef hér er grunnur og um að gera að leika sér. Það er líka gott að nota t.d paprikusneiðar, chilli, engifer, fennel og svo mætti lengi telja. 

 • 600 grömm ýsuflök, roðlaus og beinlaus
 • 2 laukar, skornir í sneiðar
 • 1 sítróna
 • 3-4 vænar lúkur ferskt spínat
 • 1 askja piccolo eða kirsuberjatómatar
 • 1 lítil krukka fetaostur með kryddolíu
 • Sítrónupipar
 • Ólífuolía
 • 1/2 dl vatn
 • Spírur til skrauts

Aðferð: Leggið ýsuflökin á olíuborinn stálbakka, álbakka eða þykkan “heavy duty“ álpappír sem þolir grillun. Ef þið notið álpappír, brjótið þá upp á kantana og búið til einskonar bakka. Kryddið flökin vel með sítrónupipar báðu megin. Skerið sítrónuna í sneiðar og leggið yfir flökin.Dreifið lauknum svo yfir, því næst spínatinu ásamt tómötunum og hellið fetaostinum ásamt mest allri olíunni úr krukkunni yfir.min_IMG_4281Kryddið yfir allt með sítrónupipar og hellið 1/2 dl af vatni yfir. Grillið á sjóðandi heitu grilli í 10-15 mínútur eða bakið í ofni við 220 gráður þar til tómatarnir eru heitir í gegn, fiskurinn eldaður og osturinn aðeins farinn að bráðna. min_IMG_4303Dreifið spírum yfir og berið fram strax. min_IMG_4310Ég mæli sérstaklega með þessum spírum frá Ecospíra. Það er hægt að gerast áskrifandi og fá sendan vikulega pakka fullan af ferskum og gómsætum spírum.min_IMG_4298

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Uppáhalds fiskréttur fjölskyldunnar

 1. ..og mamma heldur áfram: “ég set smátt saxaðan Chili pipar líka yfir fiskinn og strimlaskorna rauða papriku, núna síðast bætti ég við ferskri engifer rót,(rifin með kartöfluflisjara) það er svona vetrarútgáfa….stundum kapers, svo kemur spínatið,tómatarnir og fetaosturinn, og sítrónusneiðarnar eru komnar á toppinn,og pínu meira af sírónupiparnum yfir allt saman, svo set ég alltaf ‘dass’ af vatni yfir, þá fær maður svo dásamlegt soð með.. sem okkur finnst ómissandi. Engar kartöflur, og ekkert annað meðlæti er í boði, það er algjör óþarfi, rétturinn nýtur sín best einn og sér.“ 🙂 Bestu kveðjur frá mömmu.

  Líkar við

 2. Þessi réttur er æði. Þar sem ég bý svo vel að eiga alltaf til fisk, er ég búin að prófa hann með bæði ýsu og þorsk, og þorskurinn toppar það. Prófa kannski kola næst. Kveðja að vestan.

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s