Flottustu bloggin og nýjasta dótið

Finnst ykkur ekki gaman að skoða matarblogg? Það hlýtur bara að vera! Ég hef allavega afskaplega gaman að því og einhverra hluta vegna eruð þið að lesa þessi skrif svo við hljótum að eiga eitthvað sameiginlegt. Það er alveg ótrúleg gróska í matarbloggandi skrifum bæði hér á landi sem og annars staðar og hægt væri að eyða mörgum klukkustundum á dag við lestur frábærra matarblogga. Tímaritið Saveur hefur undanfarin ár tilnefnt og verðlaunað flottustu matartengdu bloggin úti í hinum stóra heimi. Það er virkilega gaman að renna yfir listann hjá þeim og skoða gullfalleg og skemmtilegt matarblogg sem sannarlega veita manni innblástur í eldamennskunni. Ýtið á myndina hér fyrir neðan til að fara á síðuna.Screen Shot 2013-10-28 at 19.59.47Annars mæli ég líka eindregið með tímaritinu Saveur sem er eitt af flottustu matreiðslutímaritunum að mínu mati, ég fjárfesti yfirleitt í eintaki komist ég í tæri við það en hef reyndar ekki séð það til sölu hér á landi. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu sjálfu eða fá sér áskrift á ipad sem er ansi skemmtilegur kostur.

En að öðru. Ég hef ákveðið að innleiða nýjan lið hérna inn á síðuna mína og kynna fyrir ykkur nýjasta eldhúsdótið mitt. Ég hef ákaflega gaman að því að bæta við mig nýjungum til að nota við eldhúsverkin og á það til (oft) að reka nefið inn í húsbúnaðarverslanir þegar ég er í útlöndum en líka hér á landi. Að þessu sinni langar mig að segja ykkur frá flottu fyrirtæki sem heitir Bambu. Screen Shot 2013-10-28 at 21.17.39Ég kynntist vörunum frá fyrirtækinu í versluninni Duka í Kringlunni, það getur vel verið að vörurnar fáist á fleiri stöðum og svo fást þær auðvitað líka í netverslunum. Fyrirtækið sérhæfir sig í áhöldum sem eru búin til úr bambus og eru allar vörur fyrirtækisins unnar á afar umhverfisvænan hátt. Áhöldin eru einstaklega falleg í laginu, notadrjúg og á góðu verði. Á sama tíma styrkir maður umhverfisvænt fyrirtæki sem þarf ekki að höggva niður skóga fyrir framleiðslu sína heldur notar bambus sem vex hratt og endurnýjar sig því fljótt. Bambusinn býr yfir þeim eiginleika að vera afar léttur en harður viður. Áhöldin litast því minna af mat heldur en t.d viðaráhöld. Ég fjárfesti í svona sleif sem ég er afar hrifin af. 050300_Mixing-Spoons-Large_1000x1000_1024x1024Svo fékk ég mér líka töng sem lofa góðu, er þægileg í notkun og ansi fjölnota. 056240_Tongs_1000x1000_1024x1024Mæli með því að þið kynnið ykkur þessar vörur og kíkið á fallegu verðlauna matarbloggin! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s