• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Bröns? – Bestu uppskriftirnar..

nóvember 9, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

Að bjóða fólki í bröns er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri. Vakna snemma á laugardags- eða sunnudagsmorgni og dunda í eldhúsinu í kyrrðinni þykir mér alveg einstaklega notalegt. Það er næstum því takmarkalaust hvað hægt er að bjóða upp á í slíkum matarboðum og um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Mér finnst samt ágætt að hafa eitt í huga þegar fólki er boðið í mat, hvenær dags sem það nú er. Það er að hafa fáa en þeim mun betri rétti í boði.

Það er ekki þess virði að vera á hlaupum við að búa til 17 sortir af smáréttum, bakkelsi eða elda fimmréttaða máltíð og vera svo ein taugahrúga þegar gestina ber að garði. Svo var sumt kannski ágætt en annað ekkert spes. Nei, fátt en gott er lykilatriði að mínu mati og svo er það miklu, miklu einfaldara. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds bröns uppskriftum og hvet ykkur til að prófa einhverjar þeirra. Mér finnst ágætt að hafa á bakvið eyrað að búa til frá grunni eina sæta tegund og eina ósæta fyrir svona bröns matarboð. Kaupa svo gott álegg og osta, skera niður grænmeti og ávexti, hella upp á kaffi og setja góðan ávaxtasafa í fallega könnu með klökum, kveikja svo á kertum og dúka borð. Þá er komin þessi fína veisla án mikillar fyrirhafnar.img_0587Enskar spariskonsur trjóna ennþá á toppnum sem uppáhalds uppskriftin mín á Eldhúsperlum. Þær bráðna í munni og eru einu númeri of góðar. Ég geri þær á hátíðisdögum eins og páska- og jóladag og allir sem smakka þær kikna í hnjánum. img_0137Brúnkur Nigellu – Ég hef ennþá ekki smakkað þær betri. Þetta er spari og fullkominn sætur endir!img_1088Að bjóða upp á bökur í matarboði er snilld því þær má gera daginn áður og velgja upp eða borða stofuheitar. Brokkolíbaka með geitaosti er bæði einföld og ákaflega góð!img_1867Þessar hindberja- ostaköku múffur með hnetumulningi hafa ekki fengið næga athygli að mínu mati, þær eiga svo miklu meira skilið. Prófið þær og látið sannfærast.min_img_3576Egg og beikon saman í bolla með osti. Óskaplega gott, fljótlegt og getur ekki klikkað. Berið fram heitt eða bakið með góðum fyrirvara og hafið stofuheitt. min_img_3647Vöfflur – ekki hvaða vöfflur sem er, heldur bestu vöfflur í heimi. Þær má bera fram með ferskum berjum, sírópi, hunangi, nutella, bönunum.. möguleikarnir eru endalausir.img_0529Einfaldar kotasælubollur eru sannarlega einfaldar. Skál og skeið er allt sem þarf í þessar og ekkert ger eða lyftivesen. Nýbakaðar bollur eru alltaf góðar.min_img_3559Bruschetta með tómötum og mozarella er einfaldur en einstaklega góður réttur á bröns borðið. Gaman að bera fram eitthvað létt og öðruvísi og setja smá sumar á disk.min_img_3420

Þessar dásmlegu osta- og graslauks skonsur eru skuggalega góðar og bragðmiklar. Bornar fram með silkiskorinni góðri skinku og gúrkusneiðum og allir verði hamingjusamir. Þær eru frábærar!

Bjóðið nú fólkinu ykkar í bröns og hafið það huggulegt!

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bröns, Bröns hugmyndir

Previous Post: « Eldhúsperlur í Vikunni
Next Post: Að gefa góðgæti… Rauðrófu chutney með eplum og engifer »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme