• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for október 2014

Grænt pestó penne

október 31, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_6623Mér þykir heimatilbúið pestó gera hér um bil allt aðeins betra. Það tekur enga stund að búa það til og uppskriftin er alls ekki svo heilög. Ég hef notað allskonar hnetur í mitt pestó og allskonar grænt, spínat og kryddjurtir. Ég nota oftast basil, ef ég á það til og reyni þá oft að drýgja það með smá spínati eða klettasalati. Svo er líka hægt að sleppa því og nota bara t.d. klettasalatið eða bara spínat. Ég meira að segja sleppi stundum parmesan ostinum ef ég á hann ekki til og nota þá dropa af hunangi, eða eina, tvær döðlur í staðinn. Það er sko ekki verra. Þetta pestó er frekar klassískt, það inniheldur bæði basil, furuhnetur og parmesan ost og góða lífræna kaldpressaða ólífuolíu.. Það kemur ekkert í staðin fyrir hana að mínu mati. Það er himneskt að hræra, góðu heimatilbúnu pestói saman við sjóðandi heitt pasta, máltíð sem tekur enga stund en er þeim mun ljúffengari.

min_IMG_6628Penne með grænu pestói (fyrir 4-5):

  • Pestó:
  • Góð handfylli basil
  • Handfylli spínat
  • 1 hvítlauksrif
  • 70 gr furuhnetur
  • 100 gr rifinn, ferskur parmesan ostur
  • Safinn úr hálfri sítrónu
  • 1,5 – 2 dl góð ólífuolía
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • Pasta:
  • 500 gr penne
  • 2 hvítlauksrif, smátt skorin
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt.
  • Rifinn parmesan ostur

Aðferð: Setjið allt nema ólífuolíu í matvinnsluvél eða blandara. Blandið þar til frekar gróft mauk hefur myndast. Hellið ólífuolíunni saman við og blandið stutt saman, eða hrærið olíunni saman við með skeið. Mér þykir gott að hafa pestó frekar gróft, en ef þið vijlið hafa það silkimjúkt, blandið olíunni þá lengur saman við í vélinni. Smakkið til með salti og pipar. Geymist í lokaðri glerkrukku í ísskáp í 3-4 daga.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið ólíufuolíu á pönnu við meðalhita. Setjið hvítlaukinn út í og leyfið að krauma aðeins. Bætið þá kirsuberjatómötunum út og steikið áfram þar til þeir mýkjast aðeins. Hellið vatninu af pastanu en geymið um einn bolla af pastasoðinu. Hellið pastanu á pönnuna og blandið saman við hvítlaukinn og tómatana. Bætið 5-6 msk af pestói saman við og blandið vel saman. Hellið smá af pastasoðinu saman við til að fá meiri sósu. Smakkið til með sjávarsalti og nýmöluðum pipar. Berið fram með rifnum parmesan osti og meira pestói.min_IMG_6623 2

 

Filed Under: Eldhúsperlur

Pistasíu- marsipansnúðar með hvítu súkkulaði

október 4, 2014 by helenagunnarsd 6 Comments

min_IMG_6598Marsipan manía – Það mætti sennilega greina mig með eitthvað svoleiðis. Ég e.l.s.k.a. marsipan og allt sem því viðkemur og hef gert frá því að ég man eftir mér. Hér inni eru nokkrar uppskriftir sem innihalda þessa guðafæðu en ég er ekki frá því að það mætti bæta hressilega við það safn. Ég hef annars legið í flensu í síðustu daga og lítið annað gert en að hósta og vorkenna sjálfri mér á milli pústa. Þolinmæðin brást því þennan föstudagsseinnipart og iðjuleysið vék fyrir bakstri dásamlega ljúffengra pistasíu- marsipan snúða. Ég var himinsæl með útkomuna. Þetta minnir mann á gott bakarís bakkelsi nema eiginlega bara ennþá betra. Svo veit maður líka nákvæmega hvað er í bakkelsinu. Ég er svona almennt ekki mikið fyrir gerbakstur svo ég geri alltaf snúða með lyftidufti sem eru samt mjúkir og góðir. Þó svo að ég baki alltaf úr spelti og vínsteinslyftidufti er ágætt að taka það fram að því má auðvitað skipta út fyrir hveiti eða annað mjöl, og venjulegt lyftiduft. Ég gæti ekki mælt meira með þessum snúðum, prófið að baka þá kæru vinir!min_IMG_6603

Pistasíu- marsipansnúðar með hvítu súkkulaði (ca. 24 snúðar):

  • 5 dl fínmalað spelt (meira til að hnoða og fletja út)
  • 4 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 3 msk hrásykur
  • 75 gr smjör
  • 2 dl ab mjólk eða hrein jógúrt
  • Fylling:
  • 200 gr Odense desertmassi með pistasíubragði (eða venjulegt mjúkt marsipan)
  • 4 msk brætt smjör
  • 4 msk hrásykur
  • 2-3 msk birkifræ
  • Ofaná:
  • 100 gr hvítir Odense súkkulaðidropar

min_IMG_6579Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Blandið saman í hrærivélaskál, spelti, lyftidufti, salti og sykri. Klípið smjörið út í í litlum bitum. (Ágætt að það sé ekki alveg ískalt heldur búið að standa við stofuhita í ca. 1 klst). Hellið ab mjólkinni saman við og vinnið saman þar til gott deigið er komið. Gætið þess þó að hnoða ekki of lengi. Stráið vel af spelti á borðplötu og hnoðið deigið aðeins þannig að það sé ekki klístrað og gott sé að fletja það út. min_IMG_6574Fletjið deigið út í ílangan ferhyrning. Athugið að deigið er dálítið blautt og viðkvæmt fyrir miklu hnjaski. Passið því að hafa borðið vel hveiti/spelt stráð.min_IMG_6578

Hrærið saman bræddu smjöri og pistasíu marsipaninu þannig að marsipanið mýkist aðeins. Dreifið blöndunni eins jafnt og mögulegt er yfir deigið. Ágætt að nota bakið á matskeið eða lítinn spaða og allt í lagi þó það séu smá marsipan klessur hér og hvar. Stráið svo hrásykrinum yfir ásamt birkifræunum. Rúllið upp og skerið í ca. 2-2.5 cm þykka snúða. min_IMG_6581Raðið á bökunarplötu og bakið í 12-15 mínútur eða þar til gullinbrúnir en ennþá svolítið mjúkir í miðjunni. Færið af plötunni og látið kólna alveg.min_IMG_6605 Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaðið eða í potti við mjög vægan hita. Dreifið því yfir með því að dýfa teskeið í súkkulaðið og láta það leka yfir snúðana í mjóum ræmum. min_IMG_6603Gott er að geyma snúðana í lokuðu íláti í 2-3 daga. Annars eru þeir auðvitað langbestir nýbakaðir.min_IMG_6613

Filed Under: Eldhúsperlur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme