Pistasíu- marsipansnúðar með hvítu súkkulaði

min_IMG_6598Marsipan manía – Það mætti sennilega greina mig með eitthvað svoleiðis. Ég e.l.s.k.a. marsipan og allt sem því viðkemur og hef gert frá því að ég man eftir mér. Hér inni eru nokkrar uppskriftir sem innihalda þessa guðafæðu en ég er ekki frá því að það mætti bæta hressilega við það safn. Ég hef annars legið í flensu í síðustu daga og lítið annað gert en að hósta og vorkenna sjálfri mér á milli pústa. Þolinmæðin brást því þennan föstudagsseinnipart og iðjuleysið vék fyrir bakstri dásamlega ljúffengra pistasíu- marsipan snúða. Ég var himinsæl með útkomuna. Þetta minnir mann á gott bakarís bakkelsi nema eiginlega bara ennþá betra. Svo veit maður líka nákvæmega hvað er í bakkelsinu. Ég er svona almennt ekki mikið fyrir gerbakstur svo ég geri alltaf snúða með lyftidufti sem eru samt mjúkir og góðir. Þó svo að ég baki alltaf úr spelti og vínsteinslyftidufti er ágætt að taka það fram að því má auðvitað skipta út fyrir hveiti eða annað mjöl, og venjulegt lyftiduft. Ég gæti ekki mælt meira með þessum snúðum, prófið að baka þá kæru vinir!min_IMG_6603

Pistasíu- marsipansnúðar með hvítu súkkulaði (ca. 24 snúðar):

 • 5 dl fínmalað spelt (meira til að hnoða og fletja út)
 • 4 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 3 msk hrásykur
 • 75 gr smjör
 • 2 dl ab mjólk eða hrein jógúrt
 • Fylling:
 • 200 gr Odense desertmassi með pistasíubragði (eða venjulegt mjúkt marsipan)
 • 4 msk brætt smjör
 • 4 msk hrásykur
 • 2-3 msk birkifræ
 • Ofaná:
 • 100 gr hvítir Odense súkkulaðidropar

min_IMG_6579Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Blandið saman í hrærivélaskál, spelti, lyftidufti, salti og sykri. Klípið smjörið út í í litlum bitum. (Ágætt að það sé ekki alveg ískalt heldur búið að standa við stofuhita í ca. 1 klst). Hellið ab mjólkinni saman við og vinnið saman þar til gott deigið er komið. Gætið þess þó að hnoða ekki of lengi. Stráið vel af spelti á borðplötu og hnoðið deigið aðeins þannig að það sé ekki klístrað og gott sé að fletja það út. min_IMG_6574Fletjið deigið út í ílangan ferhyrning. Athugið að deigið er dálítið blautt og viðkvæmt fyrir miklu hnjaski. Passið því að hafa borðið vel hveiti/spelt stráð.min_IMG_6578

Hrærið saman bræddu smjöri og pistasíu marsipaninu þannig að marsipanið mýkist aðeins. Dreifið blöndunni eins jafnt og mögulegt er yfir deigið. Ágætt að nota bakið á matskeið eða lítinn spaða og allt í lagi þó það séu smá marsipan klessur hér og hvar. Stráið svo hrásykrinum yfir ásamt birkifræunum. Rúllið upp og skerið í ca. 2-2.5 cm þykka snúða. min_IMG_6581Raðið á bökunarplötu og bakið í 12-15 mínútur eða þar til gullinbrúnir en ennþá svolítið mjúkir í miðjunni. Færið af plötunni og látið kólna alveg.min_IMG_6605 Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaðið eða í potti við mjög vægan hita. Dreifið því yfir með því að dýfa teskeið í súkkulaðið og láta það leka yfir snúðana í mjóum ræmum. min_IMG_6603Gott er að geyma snúðana í lokuðu íláti í 2-3 daga. Annars eru þeir auðvitað langbestir nýbakaðir.min_IMG_6613

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Pistasíu- marsipansnúðar með hvítu súkkulaði

 1. Góðan og glaðan bökunnar daginn..Og takk fyrir allar dásemd irnar hvernig heldurðu að þetta yrði ef það væri notað lifandi ger í staðin fyrir lyftiduftið.?

  Líkar við

  • Nú veit ég ekki 🙂 Ef þú er vön/vanur að vinna með ger er örugglega gaman að prófa. Ég er hins vegar voða lítið fyrir að nota ger, finnst bæði þægilegra og betra að nota lyftiduft. Ef þú prófar máttu endilega leyfa mér að vita hvernig það lukkaðist.

   Kær kveðja, Helena

   Líkar við

  • Njaa.. ég er bara almennt ekkert svo hoppandi hrifin af gerbakstri. En veit að margir eru ósammála mér þar 😉 Nota það alveg af og til en bið eftir að eitthvað hefist og mæling á hitastigi og þessháttar nákvæmni er ekki alveg minn tebolli. En það á vissulega stundum við 🙂

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s