• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for mars 2015

Gamaldags súkkulaðiterta með alvöru súkkulaðiglassúr

mars 14, 2015 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_8682Eitt af uppáhalds matarbloggunum heitir Smitten Kitchen, ég leita oft þangað eftir uppskriftum og innblæstri og oftar en ekki endar heimsókn mín þangað inn, þannig að ég verð að prófa uppskriftina, eða eitthvað svipað allavega. Síðasta svoleiðis uppskrift var ”The I want chocolate cake´ cake” – Eða ”Mig langar svo í súkkulaðiköku kakan”. Ég get að vissu leyti samsamað mig við titilinn því ég viðurkenni kinnroðalaust að langa stundum alveg hræðilega mikið í súkkulaðiköku. Sem lang sjaldnast, sem betur fer, endar nú með súkkulaðiköku bakstri. En það semsagt gerðist samt á dögunum. Við mæðgin vorum heima í heila viku þar sem sá stutti lá í flensu og vildi lítið sem ekkert borða. Það var þá sem ”Mig langar svo í súkkulaðiköku kakan” rifjaðist upp fyrir mér og ég varð að prófa mína eigin útgáfu.

Ég hristi því rykið af gamalli uppskrift sem ég nota oft í súkkulaðimuffins og gerði smá breytingar. Svo gerði ég súkkulaði glassúr sem má (og á) svo sannarlega að fara á kökuna á meðan hún er ennþá heit! Því það er deginum ljósara að þegar súkkulaðikökulöngunin kemur yfir fólk er ekki nokkur ástæða til að bíða með kremásetningu á meðan kökubotnar kólna. Það er bara vitleysa. Svo verður kakan líka svo miklu meira djúsí ef kremið fær að fara á hana heita. Þetta er semsagt kakan sem er hægt að byrja að baka og um það bil hálftíma seinna sitja sáttur með glóðvolga sneið.

min_IMG_8686Gamaldags súkkulaðiterta

  • 2 bollar hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk salt
  • 5 msk hreint kakóduft
  • 1 ½ bolli súrmjólk
  • ¾ bolli matarolía
  • 2 egg
  • 2 msk uppáhellt kaffi
  • 2 tsk vanilluextract

Aðferð: Ofn hitaður í 180 gráður með blætri. Öllu blandað saman. Fyrrst þurrefnum svo vökva. Skipt jafnt í tvö hringlaga form og bakað í 16-18 mínútur. Eða þar til tannstöngli sem stungið er í miðja kökuna kemur hreinn upp. Lagið kremið á meðan botnarnir bakast því það er sett á kökuna á meðan hún er heit.

Alvöru súkkulaðiglassúr:

 

  • 200 gr suðusúkkulaði
  • 50 gr smjör
  • 2 msk sýróp
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1 tsk uppáhellt kaffi
  • 2 ½ dl flórsykur
  • 2-3 msk heitt vatn
  • Kókosmjöl til skreytinga

Aðferð: Bræðið saman í litlum potti: súkkulaði, smjör, sýróp, vanillu og kaffi. Bætið flórsykrinum út í og hrærið kröftuglega með píski. Bætið vatninu saman við þar til kremið er þykkt en auðvelt að dreifa úr því. Losið botnana úr formunum og leggið annan botninn á tertudisk. Setjið tæplega helminginn af kreminu á annan botninn, leggið hinn ofan á og setjið restina af kreminu á kökuna á meðan hún er ennþá volg. Stráið vel af kókosmjöli yfir ef þið viljið og gæðið ykkur á volgri kökunni með stóru ísköldu mjólkurglasi!min_IMG_8700

Filed Under: Eldhúsperlur

Níu notalegar súpur

mars 11, 2015 by helenagunnarsd Leave a Comment

Page_1Ég er ótrúlega hrifin af súpum. Bæði finnst mér gaman að elda þær og borða. En þær þurfa líka að vera góðar og eitthvað varið í þær.. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að borða súpur sem eru flatar eins og barnamatur, maukaðar í spað og óspennandi. Þá er allavega lágmark að þær rífi þá aðeins í og fari með mann eitthvað, svona bragðlega séð. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds súpu uppskriftum sem ég get ómögulega gert upp á milli. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa verið eldaðar þónokkuð oft, sumar þó enn oftar en aðrar eins og t.d. lauksúpan, gúllassúpan og tacosúpan.. Var ég ekki örugglega búin að segja ykkur hvað ég elska franska lauksúpu mikið?.. Og reyndar allar hinar súpurnar líka. Frönsk lauksúpa á samt alveg sérstakan stað í hjarta mínu. Allt saman örugglega hið eðlilegasta mál. Hver hefur ekki bundist súpum tilfinningaböndum spyr ég nú bara? En jæja, hér koma allavega súpu uppskriftirnar í engri sérstakri röð, svo það sé tekið fram. Fínt að dunda sér við að prófa þessar næstu níu vikurnar til dæmis, svo kemur kannski vorið..

(Ýtið á myndirnar til að komast að uppskriftinni)

min_img_5953

Tacosúpa með lime, tortillaflögum og avocado

 

min_img_2491

Tælensk fiskisúpa – engifer, kókosmjólk, kóríander og risarækjur..

 

min_img_6476

Tosscana súpa með spínati, pylsu, kartöflum og beikoni. Slá í gegn súpa..

min_img_4386

Bullandi rómantísk frönsk innbökuð lauksúpa..

min_img_6830

Rjómalöguð tortellini súpa með spínati

min_img_5023

Ítölsk grænmetissúpa

img_1248

Sívinsæla tælenska kjúklingasúpan með kókos, lime og engifer

min_img_5110

Dásamleg massaman karrý súpa með kjúlla og grænmeti

min_img_4007

Vinsælasta súpan frá upphafi – uppáhalds silkimjúka og matarmikla gúllassúpan

 

 

 

 

Filed Under: Eldhúsperlur

Fylltar sætar kartöflur með sterkum buffalo kjúklingi og gráðosti

mars 3, 2015 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_6980Jæja. Hér er kominn tími á uppskrift. Ég vona að þið hafið verið að fylgjast með mér inni á Gott í matinn vefnum, þangað eru komnar nokkrar nýjar og áður óbirtar uppskriftir sem ég er voða ánægð með og fleiri væntanlegar von bráðar. Uppskriftin sem ég deili með ykkur að þessu sinni samanstendur af hráefnum sem fá mína bragðlauka allavega til að syngja. Sæt kartafla, kjúlli, chilli sósa, gráðostur, vorlaukur.. Þetta var líka liður í því að elda eitthvað nýtt. Ég held að það sé voða hollt fyrir mann að prófa eitthvað alveg nýtt svona inn á milli og þessi réttur steinlá við fyrstu prófun. Það var því óumflýjanlegt annað en að koma uppskriftinni á blað, mynda og deila gleðinni. Ég heilbaka kartöflurnar í ofni, beint á grindinni, þannig verður hýðið stökkt og gott. Fyrst skola ég þær mjög vel, skrúbba og hreinsa. Mér þykir kartöfluhýði almennt mjög gott og borða það með bestu lyst, hins vegar eru nú ekkert allir sammála mér í þessum málum og þá er um að gera að borða bara innan úr hýðinu.

min_IMG_6984Fylltar sætar kartöflur með buffalo kjúklingi og gráðosti

  • 2 vænar sætar kartöflur
  • Ólífuolía
  • 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • Salt og pipar eða kjúklingakrydd
  • 50 gr smjör
  • 1/2 -1 dl buffalo hot sauce, eftir því hversu sterkt þið viljið hafa þetta (Ég nota Frank´s red hot)
  • 1 dl rifinn ostur
  • 1 búnt vorlaukur, saxaður smátt
  • Sýrður rjómi
  • Gráðostur

Aðferð: Hitið ofn í 190 gráður með blæstri. Skolið kartöflurnar vel og skrúbbið með grófum svampi eða bursta, þerrið og penslið þær með olíu. Leggið kartöflurnar beint á ofngrindina. Gott er að hafa ofnplötu undir með álpappír, ef eitthvað lekur úr kartöflunum. Bakið í um 1 klst eða þar til kartöflurnar eru alveg mjúkar í gegn. Takið kartöflurnar þá úr ofninum og leyfið aðeins að kólna á meðan þið steikið kjúklinginn. Skerið kjúklingalærin í litla bita. Hitið örlitla olíu á pönnu og kryddið kjúklinginn með kjúklingakryddi eða salti og pipar. Steikið kjúllann þar til hann er vel brúnaður og eldaður í gegn. Setjið smjörið þá á pönnuna og látið það bráðna. Takið pönnuna af hitanum og bætið buffalo sósunni á og blandið þessu vel saman. Skerið kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu. Skafið innan úr þeim en skiljið ca. 1 cm af kartöflunni eftir. (Ekki henda því sem þið skafið innan úr. Geymið og notið t.d í kartöflumús daginn eftir). Kryddið innan í kartöflurnar með smá salti og pipar og setjið þær aftur inn í ofn í um 10 mínútur. Þá þornar hýðið betur. Takið út og setjið ofninn á grillstillingu. Skiptið kjúklingnum í buffalosósunni á milli hlutanna fjögurra, stráið ostinum yfir og setjið undir grillið í ofni í um 5 mínútur eða þar til osturinn bráðnar. Toppið með vel af söxuðum vorlauk, muldum gráðosti, doppu af sýrðum rjóma og dassi af hot sauce. Berið fram með góðu grænu salati.min_IMG_8646

 

Filed Under: Eldhúsperlur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme