Fylltar sætar kartöflur með sterkum buffalo kjúklingi og gráðosti

min_IMG_6980Jæja. Hér er kominn tími á uppskrift. Ég vona að þið hafið verið að fylgjast með mér inni á Gott í matinn vefnum, þangað eru komnar nokkrar nýjar og áður óbirtar uppskriftir sem ég er voða ánægð með og fleiri væntanlegar von bráðar. Uppskriftin sem ég deili með ykkur að þessu sinni samanstendur af hráefnum sem fá mína bragðlauka allavega til að syngja. Sæt kartafla, kjúlli, chilli sósa, gráðostur, vorlaukur.. Þetta var líka liður í því að elda eitthvað nýtt. Ég held að það sé voða hollt fyrir mann að prófa eitthvað alveg nýtt svona inn á milli og þessi réttur steinlá við fyrstu prófun. Það var því óumflýjanlegt annað en að koma uppskriftinni á blað, mynda og deila gleðinni. Ég heilbaka kartöflurnar í ofni, beint á grindinni, þannig verður hýðið stökkt og gott. Fyrst skola ég þær mjög vel, skrúbba og hreinsa. Mér þykir kartöfluhýði almennt mjög gott og borða það með bestu lyst, hins vegar eru nú ekkert allir sammála mér í þessum málum og þá er um að gera að borða bara innan úr hýðinu.

min_IMG_6984Fylltar sætar kartöflur með buffalo kjúklingi og gráðosti

  • 2 vænar sætar kartöflur
  • Ólífuolía
  • 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • Salt og pipar eða kjúklingakrydd
  • 50 gr smjör
  • 1/2 -1 dl buffalo hot sauce, eftir því hversu sterkt þið viljið hafa þetta (Ég nota Frank´s red hot)
  • 1 dl rifinn ostur
  • 1 búnt vorlaukur, saxaður smátt
  • Sýrður rjómi
  • Gráðostur

Aðferð: Hitið ofn í 190 gráður með blæstri. Skolið kartöflurnar vel og skrúbbið með grófum svampi eða bursta, þerrið og penslið þær með olíu. Leggið kartöflurnar beint á ofngrindina. Gott er að hafa ofnplötu undir með álpappír, ef eitthvað lekur úr kartöflunum. Bakið í um 1 klst eða þar til kartöflurnar eru alveg mjúkar í gegn. Takið kartöflurnar þá úr ofninum og leyfið aðeins að kólna á meðan þið steikið kjúklinginn. Skerið kjúklingalærin í litla bita. Hitið örlitla olíu á pönnu og kryddið kjúklinginn með kjúklingakryddi eða salti og pipar. Steikið kjúllann þar til hann er vel brúnaður og eldaður í gegn. Setjið smjörið þá á pönnuna og látið það bráðna. Takið pönnuna af hitanum og bætið buffalo sósunni á og blandið þessu vel saman. Skerið kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu. Skafið innan úr þeim en skiljið ca. 1 cm af kartöflunni eftir. (Ekki henda því sem þið skafið innan úr. Geymið og notið t.d í kartöflumús daginn eftir). Kryddið innan í kartöflurnar með smá salti og pipar og setjið þær aftur inn í ofn í um 10 mínútur. Þá þornar hýðið betur. Takið út og setjið ofninn á grillstillingu. Skiptið kjúklingnum í buffalosósunni á milli hlutanna fjögurra, stráið ostinum yfir og setjið undir grillið í ofni í um 5 mínútur eða þar til osturinn bráðnar. Toppið með vel af söxuðum vorlauk, muldum gráðosti, doppu af sýrðum rjóma og dassi af hot sauce. Berið fram með góðu grænu salati.min_IMG_8646

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s