Níu notalegar súpur

Page_1Ég er ótrúlega hrifin af súpum. Bæði finnst mér gaman að elda þær og borða. En þær þurfa líka að vera góðar og eitthvað varið í þær.. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að borða súpur sem eru flatar eins og barnamatur, maukaðar í spað og óspennandi. Þá er allavega lágmark að þær rífi þá aðeins í og fari með mann eitthvað, svona bragðlega séð. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds súpu uppskriftum sem ég get ómögulega gert upp á milli. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa verið eldaðar þónokkuð oft, sumar þó enn oftar en aðrar eins og t.d. lauksúpan, gúllassúpan og tacosúpan.. Var ég ekki örugglega búin að segja ykkur hvað ég elska franska lauksúpu mikið?.. Og reyndar allar hinar súpurnar líka. Frönsk lauksúpa á samt alveg sérstakan stað í hjarta mínu. Allt saman örugglega hið eðlilegasta mál. Hver hefur ekki bundist súpum tilfinningaböndum spyr ég nú bara? En jæja, hér koma allavega súpu uppskriftirnar í engri sérstakri röð, svo það sé tekið fram. Fínt að dunda sér við að prófa þessar næstu níu vikurnar til dæmis, svo kemur kannski vorið..

(Ýtið á myndirnar til að komast að uppskriftinni)

min_img_5953

Tacosúpa með lime, tortillaflögum og avocado

 

min_img_2491

Tælensk fiskisúpa – engifer, kókosmjólk, kóríander og risarækjur..

 

min_img_6476

Tosscana súpa með spínati, pylsu, kartöflum og beikoni. Slá í gegn súpa..

min_img_4386

Bullandi rómantísk frönsk innbökuð lauksúpa..

min_img_6830

Rjómalöguð tortellini súpa með spínati

min_img_5023

Ítölsk grænmetissúpa

img_1248

Sívinsæla tælenska kjúklingasúpan með kókos, lime og engifer

min_img_5110

Dásamleg massaman karrý súpa með kjúlla og grænmeti

min_img_4007

Vinsælasta súpan frá upphafi – uppáhalds silkimjúka og matarmikla gúllassúpan

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s