Ég er ótrúlega hrifin af súpum. Bæði finnst mér gaman að elda þær og borða. En þær þurfa líka að vera góðar og eitthvað varið í þær.. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að borða súpur sem eru flatar eins og barnamatur, maukaðar í spað og óspennandi. Þá er allavega lágmark að þær rífi þá aðeins í og fari með mann eitthvað, svona bragðlega séð. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds súpu uppskriftum sem ég get ómögulega gert upp á milli. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa verið eldaðar þónokkuð oft, sumar þó enn oftar en aðrar eins og t.d. lauksúpan, gúllassúpan og tacosúpan.. Var ég ekki örugglega búin að segja ykkur hvað ég elska franska lauksúpu mikið?.. Og reyndar allar hinar súpurnar líka. Frönsk lauksúpa á samt alveg sérstakan stað í hjarta mínu. Allt saman örugglega hið eðlilegasta mál. Hver hefur ekki bundist súpum tilfinningaböndum spyr ég nú bara? En jæja, hér koma allavega súpu uppskriftirnar í engri sérstakri röð, svo það sé tekið fram. Fínt að dunda sér við að prófa þessar næstu níu vikurnar til dæmis, svo kemur kannski vorið..
(Ýtið á myndirnar til að komast að uppskriftinni)
Skildu eftir svar