• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Marengsterta með kókosbollurjóma og jarðarberjum

júní 25, 2015 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_7306Það er stórsniðugt að geyma eggjahvítur sem falla til í frysti. Ég set oftast 3-4 eggjahvítur saman í plastpoka og sting í frystinn. Einhverra hluta vegna höfðu þónokkrir svona pokar safnast fyrir í frystinum í vetur (bernaise-sósu veturinn mikli?) og kominn tími til að nota þær. Úr varð þessi stórkostlega, hættulega góða marengsterta þar sem enginn afsláttur var gefinn í gúmmelaðiheitum. Ég veit ekki með ykkur en mér þykir einstaklega sumarlegt að bera fram jarðarberjaskreytta rjómatertu, í hátíðlegu sunnudagskaffiboði eða sem eftirrétt í grillveislu. Það verða allir glaðir þegar þið komið askvaðandi með svona tertu í fanginu. Passið ykkur bara að detta ekki.. það getur gerst á bestu bæjum!

min_IMG_7308Marengsbotnar:

  • 6 eggjahvítur
  • 300 gr sykur
  • 1/2 tsk cream of tartar eða vínsteinslyftiduft

Aðferð: Hitið ofn í 120 gráður með blæstri. Þeytið eggjahvíturnar þar til froðukenndar. Bætið sykrinum smám saman út í. Þeytið í´1-2 mínútur. Bætið þá vínsteinslyftiduftinu út í. Dreifið jafnt úr marengsinum á tvær smjörpappírsklæddar bökunarplötur þannig að hann myndi tvo um það vil jafn stóra hringi. Bakið í 90 mínútur. Slökkvið þá á ofninum, opnið hann og leyfið að kólna í um 1 klst.

Fylling:

  • 5 dl rjómi
  • 4 kókosbollur
  • Jarðarber

Aðferð: Þeytið rjómann, brjótið kókosbollurnar saman við. Dreifið yfir annan marengsbotninn. Skerið jarðarber í sneiðar og leggið ofan á rjómann, setjið svo hinn marengsbotninn ofan á.

Ofaná:

  • 1 poki Dumle karamellur (120 gr)
  • 1 dl rjómi
  • Jarðarber

Aðferð: Bræðið saman í potti við vægan hita. Kælið og hellið yfir tertuna. Skreytið með jarðarberjum. Ég mæli með að setja tertuna saman í fyrsta lagi 4-6 tímum áður en hún er borin fram og geyma í ísskáp. Marengsinn þolir ekki að standa mikið lengur með rjómanum á. Ef þið viljið gera tertuna daginn áður mæli ég með að þið frystið hana. min_IMG_7309

min_IMG_7307

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Hvítsúkkulaði Créme Brulée
Next Post: Sterk og klístruð chilli kjúklingalæri á grillið »

Reader Interactions

Comments

  1. Nafnlaust

    júlí 20, 2015 at 17:36

    Sæl. Eru þetta súkkulaðihúðuðu Dumle karamellurnar gömlu, góðu

    Svara
    • helenagunnarsd

      júlí 20, 2015 at 23:29

      Já passar 🙂

      Svara

Skildu eftir svar við helenagunnarsd Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme