• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Grænkáls snakk

ágúst 18, 2015 by helenagunnarsd 2 Comments

11873488_10153982844386729_5039768283149057036_nSonur minn kom færandi hendi heim úr skólagörðunum í gær með fleiri kíló af dásamlegu grænmeti sem hann hefur ræktað í sumar. Þvílík hamingja sem fylgdi þessari grænmetissendingu. Það vita flestir að það jafnast hreint ekkert á við nýsoðið smælki borið fram með smjeri og góðu sjávarsalti. Það eru því góðir tímar framundan hjá okkur og ýmislegt prófað með nýja grænmetinu þó stundum sé líka bara gott að borða það hrátt eins og það kemur upp úr jörðinni. Eitt af grænmetinu sem Gunnar kom með heim var grænkál. Það skal viðurkennast hér með að einlægari aðdáendur grænkáls en undirrataða má auðveldlega finna. Ég veit ekki alveg af hverju hálfgert æði spratt í kringum þetta stórkostlega grófa og óárennilega kál? Soðið, hrátt eða steikt er það bara ekki að gera neitt fyrir mig svei mér þá. En má ég þá víkja sögunni að þessu stórgóða grænkálssnakki. Einu leiðinni til að borða grænkál ef þið spyrjið mig. Eins mikið og mér mislíkar almennt grænkál er ég jafn hrifin af grænkálssnakki. Það gjörsamlega umbreytist í eitthvað dásamlega stökkt, létt og skemmtilegt. Það er ekkert mál að gera svona snakk en gott að hafa nokkur atriði í huga. Ég hvet ykkur til að prófa grænkálssnakk og koma einhverjum á óvart með þessu nýstárlega nasli.

11872620_10153985349401729_788093223_nSvona geri ég:

  • Eitt vænt búnt grænkál (passlegt á tvær bökunarplötur)
  • 1 msk ólífuolía (ekki freistast til að setja meira)
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk sítrónupipar
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1/4 tsk cayenne pipar (má sleppa)
  • 1 tsk gott sjávarsalt (t.d. Saltverk)

Hitið ofn í 145 gráður með blæstri, annars 165 gráður. (Mér finnst blástur virka betur hér) 11912964_10153985349391729_1361329356_nByrjið á að fjarlægja stilkana af grænkálinu og rífið það svo í passlega bita, passið að hafa bitana ekki of litla. 11880180_10153985349406729_246203659_nSetjið grænkálið í skál og sáldrið olíunni yfir það. Nuddið olíunni vel inn í allt grænkálið með fingrunum þannig að hver einasti grænkálsbiti hafi smá olíu á sér. Það má alls ekki ofgera olíunni hér, smá olía dugar á helling af grænkáli. 11920503_10153985349411729_1749763594_nHrærið kryddinu saman í skál og stráið yfir kálið. Hrærið því vel saman við. 11908312_10153985349441729_820499644_nSetjið kálið í einfalt lag á tvær pappírsklæddar bökunarplötur. Alls ekki hrúga eða stafla kálinu, þá er meiri hætta á að það gufusoðni í stað þess að steikjast. 11924790_10153985349446729_551137530_nBakið í 20-25 mínútur. Leyfið snakkinu að kólna á bökunarplötunni. 11923372_10153985350056729_1267293104_nSetjið á fallegan disk eða skál og berið fram. Stráið meira salti yfir ef ykkur finnst þurfa. 11909824_10153985350011729_631950737_n11903373_10153985350006729_529917863_n

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu
Next Post: Hveitilaus frönsk súkkulaðikaka »

Reader Interactions

Comments

  1. Hildur Sunna

    ágúst 19, 2015 at 10:38

    Frábært! Þarf einmitt að japla á grænkáli þessa dagana sökum járnskorts á meðgöngu – þetta gerir það að verkum að mér þarf ekki að líða eins og rollu út í haga að bíta gras 😉

    Svara
    • helenagunnarsd

      ágúst 19, 2015 at 13:41

      Snilld 🙂 það er alls ekkert flókið að maula á þessu fíneríi. Svo er um að gera að krydda bara eins og maður vill. Stundum set ég líka bara salt og pipar.

      Svara

Skildu eftir svar við Hildur Sunna Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme