• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Rice krispies marengsbomba með bingókúlusósu

janúar 3, 2016 by helenagunnarsd 3 Comments

10290616_1011468248911566_16157785815642216_nÞað er ef til vill ekki alveg í takt við fullkominn grænan lífsstíl sem fylgir gjarnan byrjun árs að setja inn uppskrift að sykraðri bombu eins og þessari. Við skulum samt horfast í augu við það að það mun koma að því einhverntímann að því að kökur verða aftur bakaðar, fólk mun eiga afmæli og allskonar og svei mér þá ef það koma ekki bara aftur jól þarna einhverntímann. Allt snýst þetta um jafnvægi og eins gott og það getur verið fyrir sálina að fá sér eina sneið af svona tertu við hátíðlegt tilefni getur græni sjeikinn og chiagrauturinn daginn eftir verið jafn góður, bara öðruvísi góður.. Ég trúi því að það sé heillavænlegast að lifa lífinu eins öfgalausu og hægt er og fara aldrei of langt í eina átt. Leyfa sér stundum smá og huga líka að heilsunni. Elda sem allra mest heima frá grunni, það er oftast hollara og ódýrara og umfram allt taka sig ekki of alvarlega, svona terta er einmitt liður í því markmiði 🙂

Rice krispies marengsbomba með bingókúlusósu

  • 5 eggjahvítur
  • 200 gr ljós púðursykur
  • 5 dl rice krispies

Aðferð: Þeytið eggjahvitur og púðursykur vel saman. Bætið rice krispies út og hrærið varlega saman við með sleikju. Skiptið deiginu á tvær pappírsklæddar bökunarplötur í hringi sem eru ca. 24 cm í þvermál. (ég mæli þetta aldrei eða teikna hring, heimalagað bakkelsi er bara fallegra svolítið ójafnt að mínu mati) – Bakið við 150 gráður í 1 klst.

Fylling og ofan á:

  • 7 dl rjómi
  • 3 kókosbollur
  • 1 bolli smátt skorin jarðarber (+ nokkur heil til skreytinga)
  • 1/2 bolli hrískúlur (t.d. Nóa kropp eða annað góðgæti)
  • Bingókúlusósa:
  • 1 poki/150 gr bingókúlur (eða aðrar súkkulaði/lakkrískaramellur)
  • 1 dl rjómi
  • 50 gr suðusúkkulaði
  • Skraut:
  • Jarðarber
  • Hrískúlur
  • Nokkrir bitar af púðursykursmarengsbotni sem var keyptur í búð.

Aðferð:

Byrjið á sósunni. Bræðið allt saman í potti við vægan hita. Setjið til hliðar og leyfið að kólna. Þeytið rjómann. Hrærið kókosbollunum saman við. Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið skornu jarðarberjunum yfir. Setjið svo rúmlega helminginn af rjómanum ofan á jarðaberin og hrískúlur þar ofan á. Leggið hinn botninn yfir. Dreifið restinni af rjómanum yfir. Skreytið með jarðarberjum, hrískúlum og marengsbrotum. Hellið vel af bingókúlusósunni yfir allt saman. Kælið í um 4 klst áður en borið fram. FullSizeRender

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Vanillubollakökur með hindberjafyllingu og kampavínskremi
Next Post: bbq salat með chilli-sesam kjúkling »

Reader Interactions

Comments

  1. Nafnlaust

    apríl 4, 2017 at 17:56

    Hæ hæ
    Er búin að reyna að baka þessa botna núna tvisvar og alltaf verða þeir of dökkir og brunabragð af rice crispiesinu.
    Er tíminn og hitinn pottþétt réttur 150 í klst ? hef ekki lent í þessu áður

    Svara
    • helenagunnarsd

      apríl 4, 2017 at 18:10

      En leiðinlegt að vita. Já hitinn og tíminn passar alveg – eina sem mér dettur í hug er að ofnar eru ofsalega misjafnir þegar kemur að hita og gott að þekkja sinn ofn vel. Þú þyrftir sennilega að lækka hitann hjá þér niður í um 130 gráður fyrst þetta fer svona. Gangi þér vel.

      Svara
  2. Nafnlaust

    apríl 4, 2017 at 17:59

    Er þetta réttur tími og hiti ? er að lenda í vandræðum með þetta og hef ekki lent í þessu áður

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme