• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

bbq salat með chilli-sesam kjúkling

mars 23, 2016 by helenagunnarsd Leave a Comment

 

561458_1058825050842552_8671424417057541431_n

Það er ískyggilega langt síðan uppskrift hefur birst hér inni, ekki síðan í janúar! Myrkur á kvöldmatartíma spilar vissulega mikið inn í ásamt almennu annríki. Þið getið reglulega séð nýjar uppskriftir eftir mig inni á www.gottimatinn.is og ef þið fjárfestið í tímaritinu Húsfreyjunni má þar finna helling af skemmtilegum uppskriftum. En að þessu salati – Það er varla hægt að kalla þetta uppskrift svo einfalt er það. Hlutföllin eru alls ekki heilög eins og svo oft í svona matargerð og um að gera að nota það sem manni þykir gott. Svona þykir mér salatið best. Þessi réttur slær í gegn þar sem hann er borinn fram og alveg upplagður í saumaklúbba.

bbq salat með chilli-sesam kjúkling (fyrir fjóra):

  • 3-4 góðar handfyllir grænt salat (ég nota ferskt spínat og lambhagasalat)
  • 1/2 agúrka
  • 1 lítil rauð paprika
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5-6 msk fetaostur í olíu
  • 3 kjúklingabringur
  • Olífuolía, salt og pipar
  • 2 dl bbq sósa (ég nota alltaf Hunts hickory brown sugar)
  • 1 tsk sambal oelek chillimauk (má sleppa ef maður vill ekki hitann)
  • 3 msk sesamfræ
  • Ofaná (ef vill):
  • Svartar Doritos flögur, muldar
  • 1 dós sýrður rjómi með 2 msk bbq sósu pískað saman við

Aðferð: Rífið salatið gróflega niður og leggið í botninn á fati eða stórum diski. Skerið grænmetið frekar smátt og dreifið ofan á. Skerið kjúklinginn í litla bita, kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu uppúr smá olíu þar til hann hefur lokast á öllum hliðum. Hellið þá bbq sósunnu út á pönnuna ásamt chillimaukinu og látið þetta krauma saman við meðal-háan hita í um 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað og kjúklingurinn eldaður í gegn. Stráið þá sesamfræjunum yfir hrærið saman og takið af hitanum. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr kjúklingnum 5-10 mínútur og hellið honum svo yfir salatið. Skreytið með smá grænmeti og e.t.v. meiri bbq sósu og drefið svo fetaosti yfir allt saman. Berið fram með flögunum og kaldri sósu.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótlegur kjúklingaréttur, Fljótlegur matur, Gott salat, Góður kjúklingaréttur, Grænmetisréttur, Kjúklingabringur uppskrift, Kjúklingaréttur, LKL uppskrift

Previous Post: « Rice krispies marengsbomba með bingókúlusósu
Next Post: Himneskar Brownie smákökur »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme