Matarmikið túnfisksalat

IMG_5104Það er örugglega enginn að lesa blogg í dag sem er kannski ekki skrýtið svona föstudag fyrir verslunarmannahelgi. En það er allt í lagi.. Ég ætla að vera heima um helgina og hugsa mér gott til glóðarinnar að hafa það notalegt og njóta þess að sofa í mínu rúmi og geta dregið andann svona nokkuð örugglega (halló frjókornaofnæmi!). En mér finnst samt mikilvægt að njóta þess að vera í fríi þó ég sé heima. Við höfum til dæmis oft farið út að borða um verslunarmannahelgar og hugsa að við látum verða af því sem og að njóta útiveru enda á veðrið að vera dásamlegt um helgina. Ég er allavega jafn spennt fyrir þessari gúrmei heimaveru og einhverjir eru spenntir fyrir þjóðhátíð, alveg satt. Uppskriftin í dag er samt dálítið ferðalagavæn. Matarmikið túnfisksalat í hollari kantinum sem heldur sér vel og er laust við majónes. Ofsalega gott, prófið bara. Góða helgi!

Matarmikið túnfisksalat

  • 1 lítill rauðlaukur eða 1/2 stór, smátt skorinn
  • 1 rauð paprika, smátt skorin
  • 4 harðsoðin egg, smátt skorin
  • 2 dósir túnfiskur í vatni (vatni hellt af)
  • 4 msk Philadelphia light rjómaostur
  • 4 msk Kotasæla
  • Vel af nýmöluðum svörtum pipar
  • Söxuð fersk steinselja

Aðferð: Öllu blandað vel saman. Smakkað til með pipar. Stórgott á ristað brauð eða hrökkbrauð.. uppáhaldið mitt er að setja salatið á gróft rúgbrauð. FullSizeRender-6

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Matarmikið túnfisksalat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s