• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Einföld kaka

Sítrónu brownie

september 20, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_4183Það er auðvitað mesti misskilningur að skýra þessa köku ”brownie”. Fyrir utan það að málfarsráðunautar og íslenskufræðingar fái andarteppu yfir enskuslettri nafngiftinni þá er kakan alls ekkert brún og það er alls ekkert súkkulaði í henni. Þvert á móti er hún ljósgul og dásamleg eins og sól í kökuformi og bragðast eins og sæt sítróna. Titlinum var einungis ætlað að reyna með einhverjum hætti að lýsa hvers konar tegund af köku þetta er. Hún er semsagt blaut eins og brownies eiga það til að vera og samsetning hráefna er ekki ósvipuð, nema að jú, það er ekki notað kakó eða súkkulaði heldur er sítróna notuð til að bragbæta deigið. Gott að þetta er komið á hreint. Þetta er dýrindis kaka sem tekur enga stund að henda í og að sjálfsögðu get ég ekki annað en mælt með að þið prófið!min_IMG_4188

Sítrónu ”brownie” kaka:

  • 150 gr. ósaltað smjör
  • 2 stór egg
  • 2,5 dl hrásykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1/2 tsk salt
  • 1 sítróna
  • 1,5 dl hveiti eða fínmalað spelt

min_IMG_4176Aðferð: Hitið ofn í 150 gráður með blæstri. Byrjið á að bræða smjörið í potti og leyfið því að kólna aðeins. Rífið börkinn af sítrónunni með fínu rifjárni, athugið að taka einungis gula hlutann af hýðinu. Kreistið safann úr sítrónunni og setjið til hliðar. Þeytið saman egg, sykur og vanillu þar til létt og ljós. Lækkið hraðann og bætið salti, sítrónuskræli og safa út í ásamt smjörinu. Sigtið hveitið út í og blandið varlega saman við með sleikju. Hellið í smurt form, ca. 20 cm í þvermál og bakið í 35 mínútur. Kælið í forminu, setjið á kökudisk, stráið flórsykri yfir og skreytið t.d með rifsberjum.min_IMG_4186min_IMG_4185

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur eftirréttur, Einföld kaka, góður eftirréttur, Kladdkaka, Sítrónubrownie, Sítrónukaka

Ciambella – Ítölsk jógúrt kaka

júlí 2, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_3108

Ég hef að undanförnu verið að horfa á nýjustu matreiðsluþætti Nigellu sem bera heitið Nigellissima og fjalla um ítalska matargerð, eða allavega matargerð undir ítölskum áhrifum. Nigella hefur nú oft veitt mér innblástur áður og eru þessir þættir engin undantekning þar á. Einstaklega fallegir og næstum draumkenndir þættir. Ég er líka næstum viss um að ég þurfi nauðsynlega að fjárfesta sem fyrst í matreiðslubókinni sem þættirnir eru jú byggðir á.

min_IMG_3094Þessi himneska kaka er einmitt í einum af þessum þáttum og uppskriftina má finna í matreiðslubókinni Nigellissima. Ciambella eða jógúrt kaka er gamaldags ítölsk kaka sem er gjarnan borin fram í morgunsárið með einum sterkum espresso bolla. Það er sennilega ekki til það heimili á Ítalíu sem ekki lumar á uppskrift að Ciambella. Uppskriftin sem Nigella gefur er afar einföld vegna þess að eina mælieiningin sem hún notar er jógúrt dós (sem er 180 ml, það er líka hægt að nota mæliglas og mæla akkúrat 180 ml). Maður byrjar á að tæma jógúrtina úr dósinni og notar svo dósina til að mæla restina af hráefnunum. Virkilega skemmtilegt að baka þessa og útkoman er dásamleg, létt og mjúk, sumarleg kaka sem er gaman að bera á borð. Ég mæli með því að baka kökuna í kringlóttu formi með gati í miðjunni en ef þið eigið það ekki til má alveg baka hana í venjulegu kökuformi.

min_IMG_3091Ciambella (uppskrift Nigella, Nigellissima):

  • 3 egg
  • 1 dós hreint jógúrt eða 180ml
  • 2 jógúrt dósir sykur (ég notaði aðeins minni sykur og það kom ekki að sök)
  • 1 jógúrt dós bragðlítil matarolía (ég notaði lífræna repjuolíu)
  • 1 jógúrt dós kartöflumjöl eða maíssterkja
  • 1 jógúrt dós hveiti eða fínmalað spelt
  • 2 tsk vanilludropar
  • Rifinn börkur af hálfri sítrónumin_IMG_3102

Aðferð: Byrjið á að aðskilja eggjarauðurnar frá eggjahvítunum. Setjið eggjarauðurnar í skál ásamt jógúrti og sykri og þeytið vel þannig að blandan verði loftkennd. Hellið olíunni þá rólega út í og þeytið á meðan. Sigtið þá þurrefnin útí og blandið vel saman við ásamt vanillunni og sítrónuberkinum. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru vel loftkenndar og stífar. Blandið eggjahvítunum varlega saman við kökudeigið. Hellið í létt smurt eða olíuborið form og bakið við 170 gráður með blæstri í 35 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið að kólna örlítið áður en þið hvolfið kökunni á disk og stráið flórsykri yfir. min_IMG_3097min_IMG_3110

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bakstur, Einföld kaka, Ítölsk kaka, Jógúrt kaka, Sítrónu kaka

Mjúk Marmarakaka

júní 10, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_2744Ég hef það fyrir óskrifaða reglu hér á heimilinu að baka ekki nema einhvert tilefni sé til baksturs. Það felur í sér von á gestum eða einhverskonar fögnuði, sprell eða spé þar sem fleiri en tveir koma saman. Það gengur nú víst ekki að vera sífellt bakandi. Ef ég ”neyðist” til að baka og fáir eru um afraksturinn reyni ég eftir fremsta megni að koma afrakstrinum út úr húsi til vina eða ættingja sem þurfa þá stundum að bera þá þungu byrði að smakka herlegheitin sem eru þá gjarnan skilin eftir í þeirra húsum. Ég veit bara fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og ég get staðið í eldhúsinu og eldað eða bakað í rólegheitum. Jafnast á við bestu íhugun eða jógatíma.

min_IMG_2737Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að mjög góðri marmaraköku sem er frekar langt síðan ég bakaði en átti alltaf eftir að setja hingað inn því ég var nokkuð ánægð með hana. Kakan er virkilega mjúk og góð með miklu súkkulaðibragði. Mér finnst mjög gott að finna greinilegan mun á hvíta og brúna hlutanum í marmarakökum. Rigningardagar að sumri eru eiginlega alveg upplagðir til baksturs til að færa smá bros á andlit fjölskyldu og vina sem bíða ofurspennt eftir að sólin láti sjá sig.

min_IMG_2742Marmarakaka:

  • 125 grömm mjúkt ósaltað smjör
  • 2 dl hrásykur
  • 2 tsk vanilluextract
  • 3 egg
  • 4 dl fínmalað spelt (eða hveiti, ég nota alltaf lífrænt spelt því mér finnst það betra en hveiti)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt lyftiduft)
  • 1/2 tsk salt
  • 1 dós sýrður rjómi (2,5 dl)
  • 3 msk mjólk
  • 1/2 dl hreint kakó + 3 msk heitt vatn

Aðferð:

Hitið ofn í 160 gráður með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli ásamt vanilluextractinu. Sigtið saman speltið, saltið og lyftiduftið og bætið því smám saman út í ásamt sýrða rjómanum og mjólkinni. Hrærið þar til þetta er vel samlagað en varist að hræra of lengi. Takið ca. 1/3 af deiginu og færir yfir í aðra skál. Hrærið kakóið saman við heitt vatnið og bætið þessu út í deigið sem þið tókuð frá og blandið vel saman við. Smyrjið langt form og setjið deigið í formið. Fyrst ljóst, svo dökkt og svo aftur ljóst. Um að gera að vera svolítið listrænn þegar kemur að því að setja deigið í formið, þeim mun flottari verður kakan. Dragið svo í gegnum deigið með hníf þannig að það blandist aðeins saman og bakið við 170 gráður í 40-45 mínútur.min_IMG_2750

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einföld kaka, Formkaka, Kaffimeðlæti, Marmarakaka, Marmarakaka uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme