• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

glútenfrír bakstur

Hnetusmjörskökur með sultutoppi

desember 2, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4644Ég ætlaði að nota titilinn ”Glútenlausar hnetusmjörskökur með sultutoppi” en hætti snarlega við því ég var svo hrædd um að þá héldu allir að þetta væru vondar kökur. Sem þær eru ekki. Orð sem enda á –skert eða –laust hljóma bara ekki vel. Samanber fituskert, sykurskert, fitulaust, hveitilaust, hef þó aldrei heyrt um hveitiskert bakkelsi, það væri nýtt. Nei þessi orð eiga það sameiginlegt að vera bara alls ekkert freistandi. Þó að desember sé kannski ekki sá tími sem fólk er mikið að spá í hvort að smákökur séu hveiti- sykur, mjöllausar eða skertar þá getur það varla verið annað en gott þegar kökur sem eru svona dásamlega góðar og auðveldar séu líka t.d með öllu lausar við hveiti og annað mjöl og lítið mál að skipta sykrinum út fyrir sætuefni. Möguleikarnir eru endalausir! Svo hlýtur það líka að vera plús að þurfa ekkert nema litla skál og matskeið til að búa þær til. Svoleiðis uppskriftir falla alltaf vel í kramið hjá mér og eru eiginlega alveg að slá í gegn núna á aðventunni, má ég minna á Nutella kökurnar?? Ef þið eruð hrifin af hnetusmjöri mæli ég með því að þið prófið þessar kökur hið snarasta. Fylgist vel með þeim í ofninum og passið bara að ofbaka þær ekki. Verið svo ekkert að spara sultuna ofan á. Namm.

min_IMG_4641Hnetusmjörskökur með sultutoppi:

  • 200 gr hreint hnetusmjör (t.d frá Sollu)
  • 2 egg
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 2 msk púðursykur (eða önnur sætuefni)
  • 2 msk hrásykur (eða önnu sætuefni)
  • 1 tsk vanilluextract eða 1/2 tsk vanilludropar
  • Góð sulta, ég notaði jarðarberjasultu.

Í staðin fyrir sultu mætti vel nota t.d Nutella… Um að gera að prófa sig áfram.

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri annars 180. Hrærið saman hnetusmjöri, eggjum, matarsóda, púðursykri, hrásykri og vanillu. Athugið að fyrst um sinn er auðvelt að hræra deigið, þegar það kemur saman verður erfiðara að hræra það og deigið mun virka þurrt og skrýtið. Það er eðlilegt. Hrærið bara þar til allt er komið saman. Mótið kúlur úr 1 msk af deiginu og setjið á bökunarplötu (ég nota svona litla ísskeið við verkið). Gerið holu í hverja köku t.d með vísifingri, gott að dýfa fingrinum í vatn eða smá olíu svo deigið festist ekki við.min_IMG_4628 Bakið í 8 mínútur. Takið út og ýtið aðeins aftur í holuna t.d með endanum á sleif. Setjið eina góða teskeið af sultu í hverja köku.min_IMG_4630Bakið áfram í 3 mínútur en fylgist vel með kökunum og passið að taka þær út áður en sultan fer að sjóða því þá lekur hún upp úr. min_IMG_4632Kælið á grind og njótið!min_IMG_4643

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: glútenfrír bakstur, Glútenlausar smákökur, Hnetusmjörskökur, jólasmákökur, Kökur með hnetusmjöri, LKL bakstur, LKL smákökur, Smákökur með hnetusmjöri

Glúten og mjólkurlausar kókosvöfflur

apríl 21, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_2096Þar sem mikið lágkolvetna æði hefur gengið yfir landið að undanförnu má nú finna hinar ýmsu nýstárlegu mjöl tegundir í venjulegum matvöruverslunum sem áður seldu ekki slíkar vörur. Má þar til dæmis nefna kókoshveiti, möndlumjöl og hörfrærmjöl. Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og hef undanfarið dálítið verið að prófa mig áfram með þessar nýju og afar góðu afurðir. Þetta mjöl hefur einnig þann kost í för með sér að vera með öllu glútenlaust sem getur komið sér vel ef þið eða einhver sem þið þekkið þolir ekki glúten.

min_IMG_2074Fyrir nokkrum árum síðan rakst ég á uppskrift á einu af mínum uppáhalds matarbloggum. Þar hafði hún Joy búið til alveg einstaklega girnilegar vöfflur úr kókoshveiti. Ég hef eiginlega ekki getað hætt að hugsa um þessar vöfflur síðan. Það eina sem stóð í vegi fyrir því að ég prófaði að búa þær til var að ég vissi ekki hvar í ósköpunum ég gæti komist yfir kókoshveiti. En eins og við vitum núna er nú ekki mikið mál að nálgast poka af því góðgæti. Kókoshveiti er tiltölulega dýr vara en það góða við það er að það þarf MUN minna af því en t.d venjulegu hveiti. Einn poki mun því endast lengi. Kókoshveiti er líka mjög trefja- og próteinríkt og gerir manni bara gott. Ég mæli með þessum vöfflum, alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég get næstum því lofað að líðanin eftir að hafa borðað eina svona er margfalt betri en eftir þær hefðbundnu með hvíta hveitinu.

Kókos vöfflur (Breytt uppskrift frá Joy the Baker, um 6-8 vöfflur):

  • 6 egg
  • 1 tsk vanilluextract
  • 10 dropar stevia (eða 2 msk hunang)
  • 1 msk hreint hnetusmjör (mætti skipta út fyrir 1 stappaðan banana)
  • 4 msk kókosmjólk eða möndlumjólk (meira ef deigið er of þykkt)
  • 6 msk kókoshveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 4 msk kókosolía (fljótandi, látið krukkuna undir heitt vatn þar til olían er fljótandi)

Aðferð: Blandið öllu saman í skál með písk þar til deigið verður kekkjalaust.min_IMG_2076 Ef ykkur finnst deigið of þykkt bætið þá út í það meiri kókos eða möndlumjólk. Deigið á að vera frekar þykkt, þó ekki þannig að hægt sé að ganga á því, það er aldrei jákvætt. Page_1Bakið í vöfflujárni við meðalhita þar til bakaðar í gegn.min_IMG_2093Berið fram með t.d jarðarberjum, smjöri og beikoni og gefið einhverjum sem ykkur þykir vænt um í morgunmat. Ég lofa að sá hinn sami verður glaður og mun ekki hafa hugmynd um að vöfflurnar séu glútenlausar. Svo mætti auðvitað bera þær fram upp á gamla mátann með sultu og þeyttum rjóma. Möguleikarnir eru nánast endalausir.min_IMG_2099Svo er alveg upplagt að setja afgangs vöfflur í frystinn og skella svo í brauðristina eftir þörfum 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: glútenfrír bakstur, Glútenlausar vöfflur, Kókoshveiti uppskrift, Kókoshveiti vöfflur, LKL vöfflur, Mjólkurlausar vöfflur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme