• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Grill uppskriftir

Grillborgarar með fetaostafyllingu

júní 5, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5860Þá liggja Danir í því. Eldavélin mín, elsku spanhelluborðið mitt sem ég hef stólað á síðustu árin er bilað. Svo mikið bilað að varahluturinn í það er ekki einu sinni til á landinu og verður ekki næsta hálfa mánuðinn. Þangað til er ég eldavélarlaus. Það verður því allt annað hvort ofnbakað eða grillað hér á bæ á næstu vikum og hugmyndafluginu leyft að njóta sín. Vissuð þið til dæmis að það er hægt að sjóða egg í hraðsuðukatli? Nei, hélt ekki. Neyðin kennir naktri konu að spinna! Sem betur fer nota ég bakarofninn mikið til eldunar og grillið nær varla að kólna svona yfir sumartímann svo þetta reddast nú allt saman.

Þessir grilluðu hamborgarar urðu einmitt fyrir valinu fyrir nokkru, enn einn grilldaginn á heimilinu. Ég geri mér oft ferð í Kjöthöllina til að verða mér úti um gæða ungnautahakk. Hakkið þar kallast lúxus nautahakk, inniheldur 100% gæða ungnautakjöt og er fituprósentan í hakkinu aðeins um 2-3%. Þetta er kjörið hamborgarakjöt, helst vel saman, frábært á grillið og dúnmjúkt. Mér finnst upplagt að kaupa aðeins aukalega til að henda í frystinn og grípa í þegar næsta hamborgarapartý stendur til. Og nei, þetta er sannarlega ekki auglýsing heldur einfaldlega það sem mér þykir gott. Þessir borgarar voru sannarlega með þeim betri sem við höfum grillað, frábært bragð af kjötinu og fetaosturinn gerði alveg útslagið. min_IMG_5849

Grillborgarar með fetaostafyllingu (fyrir fjóra borgara):

  • 500 gr hreint ungnautahakk
  • 2 tsk worchestersósa
  • 4 msk fetaostur í vatni eða fetakubbur
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og ólífuolía

Page_1Aðferð: Blandið worchestersósunni saman við nautahakkið. Skiptið kjötinu jafnt í fjóra hluta. Takið hvern hluta og skiptið honum í tvennt. Fletjið hlutana út með fingrunum þannig að úr verði átta frekar þunnir borgarar. Myljið 1 msk af fetaosti í miðjuna á fjórum borgunum. Leggið þá hinn helminginn af kjötinu yfir og pressið saman með fingrunum og gætið að kantarnir festist vel saman svo osturinn leki ekki út. min_IMG_5841Penslið borgarana með ólífuolíu og kryddið vel með salti og pipar. min_IMG_5850Grillið á vel heitu grilli í u.þ.b fimm mínútur á hvorri hlið. min_IMG_5844Berið fram með því grænmeti og sósum sem ykkur þykir best. Létt jógúrtsósa passar einkar vel við borgarann að mínu mati ásamt rauðlauk, lárperu, vel þroskuðum tómötum og lambhagasalati. min_IMG_5857

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: góðir hamborgarar, Grill uppskriftir, grillaður hamborgari, Grillmatur, grillveisla, heimatilbúnir hamborgarar, ostafylltur hamborgari

Nokkrar sumarlegar uppskriftir

apríl 24, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1687Mér er alveg sama þó það snjói úti. Þar hafið þið það. Ég er búin að pirra mig svo oft á snjónum undanfarna daga að ég er farin að trúa því að ef mér er alveg sama þá hljóti hann að fara og vorið að koma. Um helgina sat ég í fyrsta skiptið á þessu ári á pallinum mínum og það var sko alveg vel sólbaðsfært. Ég meira að segja setti markísuna upp (lesist: lét setja upp) og bar fram seinnipartshressingu úti á palli. Þá var nú aldeilis vorið komið, gott ef ekki bara sumarið eins og það leggur sig. En svo kom snjór. Í ofanálag þá húki ég nú heima lasin með kvef. Ég skammast mín reyndar alltaf hálfpartinn að kvarta út af snjó þegar ég sé myndir að Norðan þar sem snjóskaflarnir hafa ekkert minnkað síðan í september. Ef þið búið þar, klappið ykkur nú aðeins á bakið og ég held að það sé alveg í lagi að fara að hlakka til vorsins. Það verður komið áður en við vitum af. En þangað til, þá má alveg snjóa. Mér er alveg sama.

Þar sem það er nú síðasta vetradagur í dag sem hefur svo í för með sér það óumflýjanlega, sumardaginn fyrsta, datt mér í hug, þrátt fyrir allt, að vera bara á bjartsýnu nótunum og deila nokkrum sumarlegum réttum með ykkur. Ég býst nú fastlega við að með hækkandi sól og hlýrra lofti eigi eftir að bæta verulega í sumarlega uppskriftasafnið mitt sem er kannski dálítið fátæklegt eins og er. En ég mæli með því að grill verði dregin út, hvernig sem viðrar og að við fögnum sumri með viðeigandi hætti, fyrir okkur og líka fyrir nágranna okkar. Því hvað er sumarlegra en að finna lyktina og öfundast aðeins af ilmandi grillmeti nágrannans?

IMG_1705Salat með grilluðum tígrirækjum á spjóti og kaldri chillisósu
IMG_1300 Grillaður lambahryggurIMG_1448Grillaðar kryddlegnar kjúklingabringur með litríku kúskús salatiSlide1Marineraðar lambakótilettur með hasselback kartöflum, grísku salati og graslaukssósu
IMG_0630Mér þykja svo þessir gómsætu döðlukaramellu bitar virkilega sumarlegir og upplagðir í eftirrétt á eftir grilluðu góðgæti. Hægt að gera þá með góðum fyrirvara og geyma í ísskáp eða frysti.

*Gleðilegt sumar kæru vinir*

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Grill uppskriftir, Sumarlegir réttir

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme