• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Kaffimeðlæti

Bestu vöfflur í heimi

ágúst 15, 2013 by helenagunnarsd 8 Comments

min_IMG_3629Mér finnst yfirleitt erfitt og svona eiginlega ekki hægt að kalla eitthvað best, svo að ég tali nú ekki um best í heimi. Allt fer þetta nú eftir smekk. Hafandi sagt það þá hef ég iðað í skinninu af spenningi yfir því að deila uppskriftinni að þessum vöfflum með ykkur. Gleymið öllum vöfflum sem þið hafið nokkurn tíman smakkað og gleymið sannarlega tilbúnu vöfflumixi úr pakka. Þetta eru bestu vöfflur sem ég hef smakkað og voru aðrir smakkarar algjörlega á sömu skoðun. Þær eru allt í senn léttar, mjúkar, loftkenndar og síðast en ekki síst stökkar að utan. Vöfflulaga englaský myndi einhver jafnvel kalla þær. Þær eru meira að segja ennþá góðar eftir að hafa kólnað og staðið á diski í 2-3 klukkutíma. Hvenær hafa vöfflur verið góðar eftir svoleiðis bið? Ég bara spyr.

min_IMG_3619Það eru nokkur leyndarmál að baki þessum himnesku vöfflum. Til dæmis að í þeim eru þeyttar eggjahvítur sem gera þær svo léttar, ekki mjólk heldur einungis ab mjólk (eða hrein jógúrt eða súrmjólk), maíssterkja auk hveitis og svo eru þær bragðbættar með örlitlum amaretto líkjör sem er sætur möndlulíkjör. Honum mætti þó vel sleppa og nota t.d vanilluextract í staðinn. Ég mæli þó eindregið með amaretto líkjörnum ef þið eigið hann til. Þessar verðið þið að prófa kæru vinir – strax í dag!

min_IMG_3641Bestu vöfflur í heimi (Örlítið breytt uppskrift frá Fifteen Spatulas):

Bollamálið sem ég nota er 2,4 dl:

  • 2 egg, rauða og hvíta aðskilin
  • 2 bollar ab mjólk, súrmjólk eða hrein jógúrt
  • 1/3 bolli bragðlítil matarolía
  • 1 msk amaretto líkjör (eða 2 tsk vanilluextract)
  • 1 1/2 bolli hveiti eða fínmalað spelt
  • 1/2 bolli maíssterkja/Maizena (í gulu pökkunum)
  • 3 tsk vanillusykur
  • 1 msk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk sykur

min_IMG_3605Aðferð: Byrjið á að hræra saman eggjarauðum, olíu, ab mjólk og amaretto líkjör. Sigtið hveitið, maíssterkjuna, vanillusykurinn og lyftiduftið út í og blandið saman við. Má vera aðeins kekkjótt, ekki hræra lengi.min_IMG_3607 Þeytið eggjahvíturnar með 3 msk af sykri þar til hvíturnar verða vel stífar (3-5 mínútur með rafmagnsþeytara).min_IMG_3606 Hrærið eggjahvítunum varlega saman við deigið með stórri skeið eða sleikju, gætið þess að slá ekki loftið úr eggjahvítunum. min_IMG_3610Hitið vöfflujárn og bakið vöfflurnar. Þær lyfta sér mjög vel svo passið að setja ekki of mikið deig í vöfflujárnið (ég setti t.d of mikið á þessum myndum – ekki gera eins og ég). min_IMG_3618min_IMG_3616Ef þið berið þær ekki strax fram leyfið þeim þá að kólna á grind svo ekki myndist raki undir þeim. Afgangs vöfflur er upplagt að frysta og skella í brauðristina þegar á að nota þær. Berið vöfflurnar fram með öllu því sem hugurinn girnist. Mér þykir best að hafa með þeim heimalagaða aðalbláberjasultu og þeyttan rjóma. Einfalt og dásamlegt.min_IMG_3647

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta vöffluuppskriftin, Bestu vöfflurnar, Góðar vöfflur, Kaffimeðlæti, Vöfflur, Vöfflur uppskrift

Mjúk Marmarakaka

júní 10, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_2744Ég hef það fyrir óskrifaða reglu hér á heimilinu að baka ekki nema einhvert tilefni sé til baksturs. Það felur í sér von á gestum eða einhverskonar fögnuði, sprell eða spé þar sem fleiri en tveir koma saman. Það gengur nú víst ekki að vera sífellt bakandi. Ef ég ”neyðist” til að baka og fáir eru um afraksturinn reyni ég eftir fremsta megni að koma afrakstrinum út úr húsi til vina eða ættingja sem þurfa þá stundum að bera þá þungu byrði að smakka herlegheitin sem eru þá gjarnan skilin eftir í þeirra húsum. Ég veit bara fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og ég get staðið í eldhúsinu og eldað eða bakað í rólegheitum. Jafnast á við bestu íhugun eða jógatíma.

min_IMG_2737Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að mjög góðri marmaraköku sem er frekar langt síðan ég bakaði en átti alltaf eftir að setja hingað inn því ég var nokkuð ánægð með hana. Kakan er virkilega mjúk og góð með miklu súkkulaðibragði. Mér finnst mjög gott að finna greinilegan mun á hvíta og brúna hlutanum í marmarakökum. Rigningardagar að sumri eru eiginlega alveg upplagðir til baksturs til að færa smá bros á andlit fjölskyldu og vina sem bíða ofurspennt eftir að sólin láti sjá sig.

min_IMG_2742Marmarakaka:

  • 125 grömm mjúkt ósaltað smjör
  • 2 dl hrásykur
  • 2 tsk vanilluextract
  • 3 egg
  • 4 dl fínmalað spelt (eða hveiti, ég nota alltaf lífrænt spelt því mér finnst það betra en hveiti)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt lyftiduft)
  • 1/2 tsk salt
  • 1 dós sýrður rjómi (2,5 dl)
  • 3 msk mjólk
  • 1/2 dl hreint kakó + 3 msk heitt vatn

Aðferð:

Hitið ofn í 160 gráður með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli ásamt vanilluextractinu. Sigtið saman speltið, saltið og lyftiduftið og bætið því smám saman út í ásamt sýrða rjómanum og mjólkinni. Hrærið þar til þetta er vel samlagað en varist að hræra of lengi. Takið ca. 1/3 af deiginu og færir yfir í aðra skál. Hrærið kakóið saman við heitt vatnið og bætið þessu út í deigið sem þið tókuð frá og blandið vel saman við. Smyrjið langt form og setjið deigið í formið. Fyrst ljóst, svo dökkt og svo aftur ljóst. Um að gera að vera svolítið listrænn þegar kemur að því að setja deigið í formið, þeim mun flottari verður kakan. Dragið svo í gegnum deigið með hníf þannig að það blandist aðeins saman og bakið við 170 gráður í 40-45 mínútur.min_IMG_2750

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einföld kaka, Formkaka, Kaffimeðlæti, Marmarakaka, Marmarakaka uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme