• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

LKL uppskriftir

Bláberjasæla

apríl 9, 2014 by helenagunnarsd 4 Comments

bláberjasjeikUppáhalds sjónvarpsefnið á heimilinu hjá okkur mæðginum þessa dagana er Eldað með Ebbu á RÚV. Eruð þið ekki örugglega búin að vera að horfa? Það skiptir ekki máli hvort hún er að búa til skærgræna safa eða dýrindis kvöldmat, allt verður þetta jafn girnilegt. Svo lítur allt sem hún gerir út fyrir að vera svo auðvelt, sem það er. Ég hef prófað óteljandi margar uppskriftir frá henni, þær eru allar góðar og í alvöru svo einfaldar og þægilegar. Hvet ykkur til að prófa. Sonur minn hefur til dæmis ALDREI fengist til að drekka græna drykki eða djúsa. Einum Ebbu þætti seinna og barnið gúllar í sig fullu glasi af ósætum skrímslagrænum safa án þess að hika og hefur gaman að því, mér til mikillar gleði! bjáberjasjeik1Þessi drykkur sem ég gef uppskrift að núna hefur fylgt mér í nokkur ár og sá litli hefur aldrei fúlsað við honum. Okkur þykir hann alltaf jafn góður og það tekur enga stund að henda innihaldinu í blandarann og þá er morgunmaturinn tilbúinn mínútu seinna. Mér finnst gott að hafa allt hráefnið nálægt blandaranum á morgnana þegar ég geri drykkinn, hljómar kannski asnalega en trúið mér, það munar heilmiklu að þurfa ekki að grafa ofan í skúffum eða skápum og leita að því sem á að fara í drykkinn. Sérstaklega á morgnana þegar allir eru að flýta sér og ég er alltaf að flýta mér. Það getur því borgað sig að hafa allt innan seilingar eða flýta fyrir sér á kvöldin og gera allt tilbúið fyrir svefninn. Stundum skipti ég bláberjunum út fyrir frosin jarðarber og hálfan banana, það þykir stráknum mínum ofsalega gott, enda bragðast það eins og besti jarðarberjasjeik.

bláberjasjeik2Bláberjasæla (fyrir 1):

  • 2 dl ósæt möndlumjólk
  • 1 dl vatn (minna ef þið viljið þykkan drykk)
  • 2-3 dl frosin bláber
  • 1 tsk kókosolía
  • 1 msk hampfræ
  • 1 msk chiafræ
  • 4-5 dropar stevia, ef þið vijið sætara bragð. Má líka sleppa.

Aðferð: Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Stundum set ég eina matskeið af hreinu mysu- eða hemp próteini út í drykkinn ef ég á það til. Þá verður drykkurinn matarmeiri og maður er lengur saddur.

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bláberjadrykkir, Bláberjadrykkur, Boost, Boozt, LKL morgunmatur, LKL uppskriftir, Möndlumjólk uppskriftir, Morgundrykkir

Freistandi kjúklingaréttur með púrrulauk og sweet chili rjómasósu

október 2, 2013 by helenagunnarsd 25 Comments

min_IMG_4261Nú nálgast óðfluga sá tími að kona býr ekki lengur við þann lúxus að geta myndað kvöldmatinn í dagsbirtu. Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hlakka ég ekkert voðalega mikið til þess tíma. Þeir sem hafa myndað mat, vita að dagsbirta er besti vinur fallegra matarmynda. Og þegar maður er ekki áhuga- eða atvinnu ljósmyndari, á tiltölulega einfalda myndavél, kann næstum ekkert í ljósmyndun og á ekki ljósmyndastúdíó, eru félagarnir myrkur og flass ekki bestu vinir manns. Maður einfaldlega tekur ekki myndir af mat með flassi, það er agalegt! Annað hvort þarf ég að fara að elda matinn í hádeginu, finna eitthvað út úr þessu birtuveseni eða einfaldlega taka myndir af matnum undir ljósunum í eldhúsinu hjá mér og vona það besta. Ég hugsa að þið fáið að sjá sitt lítið af hverju á komandi vetri. Ef þið lumið á einhverjum góðum ráðum varðandi þetta lúxusvandamál mitt, þigg ég þau með þökkum.

min_IMG_4269En þá að uppskrift dagsins. Það má með sanni segja að þessi kjúklingaréttur sé af sparilegri gerðinni. Rjómaostur og sýrður rjómi spilar lykilhutverk í sósunni sem er einstaklega bragðgóð með sætu og mildu chilli og púrrulauksbragði. Rétturinn er til dæmis alveg kjörinn lágkolvetnaréttur, borinn fram með fersku grænu salati eða blómkálsgrjónum. Sweet chilli sósuna er hægt að fá sykurlausa t.d í Krónunni og sennilega víðar. Annars mæli ég nú alveg heilshugar með þessum einfalda og ljúffenga kjúklingarétti fyrir alla og hvet ykkur, kæru vinir til að prófa, þetta er sannkallaður veislumatur.

Freistandi kjúklingur í púrrulauks og sweet chili rjómasósu (fyrir 5):

  • 5 kjúklingabringur, skornar í teninga (gúllas stærð)
  • 1 púrrulaukur, smátt skorinn
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • 1 lítil dós rjómaostur (125 gr)
  • 1 teningur kjúklingakraftur
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð eða rifin
  • 4-5 msk sweet chilli sósa (eftir smekk)
  • 1 dl rifinn ostur
  • Salt og pipar

min_IMG_4260Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður með blæstri. Hitið pönnu með smá smjöri eða olíu, saltið og piprið kjúklingabitana og brúnið þá vel eða þar til þeir eru nánast fulleldaðir. Setjið kjúklinginn í eldfast mót. Lækkið hitann á pönnunni, setjið smá olíu eða smjör á pönnuna og steikið púrrulaukinn þar til hann mýkist aðeins, ca. 3 mínútur.

Setjið rjómaostinn, sýrða rjómann, kjúklingatening, hvítlauk og sweet chilli sósuna út á og leyfið að malla aðeins, smakkið til með sweet chilli sósunni. Bætið örlitlu vatni saman við sósuna ef ykkur finnst hún of þykk. Stráið rifna ostinum yfir kjúklingabitana og hellið sósunni því næst yfir. Bakið í ofni við 200 gráður í 15 mínútur eða þar til kraumar í sósunni og hún hefur tekið lit. Berið fram með góðu grænu salati og grjónum.min_IMG_4263

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, Hugmyndir fyrir matarboð, Kjúklingaréttir uppskrift, Kjúklingur með sweet chilli sósu, LKL kjúklingur, LKL uppskriftir

Grilluð bruschetta caprese og eggja-beikon bollar

ágúst 9, 2013 by helenagunnarsd 11 Comments

min_IMG_3576Ég útbjó þennan ljúfa og einfalda bröns handa okkur fjölskyldunni á dögunum. Nú eru síðustu sumarfrísdagarnir að líða og við notum hvert tækifæri til að hafa það huggulegt og gera okkur dagamun áður en rútínan fer á fullt aftur. Mér finnst um bröns eða ”dögurð” (kann einhvernhveginn ekki við það orð) eins og svo margt annað, að einfalt er oftast best. Ef ég býð upp á bröns hlaðborð kýs ég allavega að bjóða upp á frekar fáar tegundir en vel eitthvað sem ég veit að er gómsætt og fellur í góðan jarðveg. min_IMG_3559Þar sem við vorum nú bara þrjú að borða í þetta skiptið lét ég þessar tvær tegundir duga og var með vínber og góðan appelsínusafa með. Ef ég fæ til mín gesti í bröns þá finnst mér gott að bæta til dæmis við nýbökuðum skonsum eins og þessum hér eða þessum og bera fram með þeim osta, álegg og lemoncurd. Ef þið eigið gasgrill þá mæli ég alveg eindregið með því að þið grillið brauðið fyrir bruschetturnar á því. Það kemur alveg ótrúlega gott grillbragð sem gerir alveg gæfumuninn, svo tekur bara 1-2 mínútur að grilla sneiðarnar á vel heitu grillinu. Það er bara hressandi að kveikja á grillinu svona í morgunsárið!

Grilluð bruschetta með tómötum og mozarella:

  • 1 snittubrauð
  • 1 kúla mozarella ostur
  • 2-3 eldrauðir tómatar
  • Nokkur blöð af ferskum basil
  • Góð ólífuolía
  • 1 msk nýkreistur sítrónusafi
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar

min_IMG_3565Aðferð: Skerið snittubrauðið á ská í passlegar sneiðar. Dreypið smá ólífuolíu yfir sneiðarnar og sáldrið örlitlu sjávarsalti ofan á. Grillið við háan hita í stutta stund þar til brauðið hefur aðeins tekið lit. Raðið sneiðunum á disk. Saxið tómatana í litla teninga ásamt mozarella ostinum. Setjið í skál. Hellið 1-2 msk af ólífuolíu yfir, sítrónusafa, salti og pipar (smakkið ykkur áfram). Skerið basilið smátt og bætið saman við. Hrærið öllu saman og dreifið þessu jafnt yfir allar brauðsneiðarnar. Skreytið e.t.v með smá basil.

min_IMG_3582Eggja- beikon bollar:

  • 6 egg
  • 12 sneiðar gott beikon (ég notaði þykkar beikonsneiðar frá Ali)
  • 6 tsk sýrður rjómi með lauk og graslauk
  • Salt og pipar
  • Góð handfylli Rifinn ostur
  • Saxaður graslaukur

Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Raðið beikonsneiðunum á bökunarplötu og bakið í 8-10 mínútur eða þar til beikonið er eldað en ekki alveg orðið stökkt. Náið ykkur í möffinsform og raðið tveimur beikonsneiðum í hvert hólf.min_IMG_3548 Ég sett eina í hring og reif hina svo í tvennt og lagði í botninn. Brjótið eitt egg í hvert hólf og kryddið aðeins með salti og pipar. min_IMG_3550Setjið eina teskeið af sýrðum rjóma í hvert hólf og stráið svo osti yfir.min_IMG_3552 Bakið í 8-12 mínútur. min_IMG_3572Ef þið viljið hafa eggið linsoðið ættu 8 mínútur að duga, lengur ef þið viljið hafa rauðuna harðsoðna. Stráið söxuðum graslauk yfir og berið fram.

 

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bröns hlaðborð, Bröns uppskriftir, Bruschetta uppskrift, Egg og beikon, Hollar muffins, Hugmyndir að bröns, LKL uppskriftir, Tómata bruschetta

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme