• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Múffur uppskrift

Dásamlegar morgunverðar múffur

ágúst 21, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_3756Það jafnast á við bestu hugleiðslu að vera ein heima á rigningardegi, kveikja á bakarofninum og eldhúskertinu, setja á sig svuntu, hlusta á lágt stillt útvarpið og dunda sér við bakstur. Þvílík kyrrð og ró sem færist yfir heimilið sem fullkomnast svo þegar ilmurinn af nýbökuðu góðgætinu fyllir húsið. Einhverjar notalegustu minningarnar sem ég á úr barnæsku eru frá rigningardögum þegar mamma bakaði. Þá bakaði hún alltaf inni í búri (þvottahúsi inn af eldhúsinu), því þar var hrærivélin, stærðarinnar Kenwood græja sem hafði svo hátt að það var ekki fræðilegur möguleiki að tala saman á meðan hún var í gangi. Loftpressa malar eins og kettlingur í samanburði við þetta tryllitæki. Mamma flýtti sér oft fram í eldhús og lokaði hurðinni inn í búr á meðan vélin hamaðist áfram og hávaðinn eftir því. Vélinni var þó skipt út fyrir mun hljóðlátari KitchenAid græju fyrir þó nokkuð mörgum árum. Talandi um hrærivélar, þá er alls ekki þörf á hrærivél við þennan bakstur. Þetta er eins einfalt og það gerist. Maður þarf meira að segja að passa sig að hræra alls ekki of mikið í svona múffu deigi. Illa hrærðar múffur eru nefnilega góðar múffur.

min_IMG_3752Þessar múffur eru í hollari kantinum, fullar af höfrum, hnetum, berjum og fleira góðgæti, og mætti vel grípa í eina eða tvær stað morgunverðar á annríkum morgni. Svo eru þær líka alveg einstaklega góðar á bragðið!

min_IMG_3741Morgunverðar múffur (12 múffur):

  • 2,5 dl grófmalað spelt eða heilhveiti
  • 2,5 dl grófir hafrar
  • 3 msk chia fræ eða önnur fræ
  • 100 gr valhnetukjarnar gróft muldir
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 2 bananar, gróft stappaðir
  • 1/2 dl olía
  • 2 dl ab mjólk
  • 2 tsk vanilluextract
  • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
  • 1/2 dl hunang
  • 2 dl frosin bláber

min_IMG_3730Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Blandið saman í skál, speltinu, höfrum, chia fræjum, valhnetum, lyftidufti, matarsóda og salti. Í annarri skál blandið saman stöppuðum bönunum, olíu, ab mjólk, vanillu, sítrónuberki og hunangi. Blandið svo þurrefnunum og blautu blöndunni afar gróflega saman með skeið, alls ekki hræra mikið. Blandið bláberjunum varlega saman við og setjið í 12 pappírsklædd múffuform. Bakið í 18-20 mínútur. Geymist í 2-3 daga en má vel frysta og taka út eftir þörfum.min_IMG_3735

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Banana muffins, eggjalaus bakstur, Grófar muffins, Hollar muffins, Hollur bakstur, Morgunverðar muffins, Muffins með bláberjum, Muffins með höfrum, Muffins uppskrift, Múffur uppskrift

Bláberja og banana muffins

janúar 15, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

ImageMér fannst alveg upplagt að gera þessar bláberja banana muffins seinnipartinn í dag með stráknum mínum. Rigning, þoka og mánudagur og ég veit ekki um betra tækifæri en einmitt á svoleiðis dögum en að baka smotterí og leyfa litla manninum að taka þátt. Þessar muffins eru mjög einfaldar svo krakkar geta alveg tekið þátt í bakstrinum. Auk þess eru þær bara frekar lítið óhollar.. 🙂 Allavega er lítill sykur í þeim og það er alltaf plús þegar kemur að bakstri fyrir börn í mínum bókum. Svo luma ég enn á nokkrum pokum í frystinum af aðalbláberjum síðan í haust og finnst nú ekki ónýtt að nota þau í svona fínerí. Uppskriftin gefur um það bil 18 muffins og ég baka þær í pappírsklæddum muffinsformum. Það er upplagt að frysta helminginn en þær geymast í 2-3 daga ófrystar. Þær eru mjúkar og mjög góðar með smá kanilbragði sem gerir gæfumuninn.

Uppskrift:

  • 2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
  • 2 egg
  • 1 dl hrásykur
  • 1/2 dl olía (hvaða olía sem er, t.d kókos eða ólífu)
  • 2 dl hrein jógúrt (hér má líka nota ab mjólk eða jafnvel sýrðan rjóma)
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk vanilluextract
  • Salt á hnífsoddi
  • 5 dl spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 2 dl frosin bláberImage

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri. Stöppuðum bönunum, eggjum, jógúrti, olíu, sykri, vanillu og kanil blandað vel saman með sleif. Spelt, lyftiduft, matarsóda og salti blandað saman, bætt út í og rétt blandað saman, ekki hræra of mikið. Bláberjum hrært létt saman við. Sett í muffinsform og bakað í 20 mínútur.

IMG_1406

Image

 Þessir litlu puttar áttu frekar erfitt með að bíða eftir að þær kólnuðu en biðin var þess virði 🙂 Verði ykkur að góðu !

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Banana og bláberjamuffins, Bananamuffins, Bananar uppskrift, Bláber uppskrift, Bláberjamuffins, Góðar muffins, Hollar muffins, Hollar múffur, Muffins, Múffur uppskrift, Uppskrift muffins

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme