• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Fimm mínútna súkkulaði- og perukaka

júlí 25, 2013 by helenagunnarsd 5 Comments

min_IMG_3366

Ég verð alveg ómöguleg ef ég næ ekki að setja hingað inn allavega eina uppskrift á viku. Það er alveg merkilegt hvað manni fer að þykja vænt um svona síðu og svo auðvitað fólkið sem kíkir inn á hverjum degi! 🙂 Það er alltaf leiðinlegt að kíkja á svona matarblogg og sjá ekki nýja uppskrift reglulega. En þessi uppskrift er alveg viðeigandi núna þar sem ég gef mér örlitla stund til að setjast niður við tölvuna og henda henni inn svona á milli sólbaða. Það tekur nefnilega bara örlitla stund að baka þessa köku. Skál og sleif, dósaopnari, bollamál, ein dós af perum og málið er dautt. Svona að mestu allavega. Það er alveg upplagt að skella sér inn í 5 mínútur í góða veðrinu og hræra í þessa köku til að bera fram með kaffinu eða sem eftirrétt. Það er svo alveg nauðsynlegt að bera hana fram volga með góðum vanilluís.min_IMG_3368

Fimm mínútna súkkulaðikaka með perum (Bollamálið sem ég nota er 2.4 dl – uppskriftin dugar vel sem eftirréttur fyrir 6 fullorðna):

  • 2 bollar hveiti eða fínmalað spelt
  • 1 bolli sykur eða hrásykur
  • 1/2 bolli ósætt kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 stór egg
  • 1 stór dós niðursoðnar perur (safinn og allt)
  • 50 gr. 70% súkkulaði brotið í litla bita

Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið eggjunum út í ásamt safanum af perunum og hrærið saman þar til deigið er komið saman. Notið sleif eða písk, rafmagnsgræjur eru óþarfar, passið þó að hræra ekki of lengi, bara rétt þannig að deigið sé að mestu slétt. Hellið perunum í smurt eldfast mót, ég skar þær í tvennt en þær mega alveg vera heilar. Hellið deiginu yfir og stingið súkkulaðimolunum jafnt yfir kökuna. Bakið við 160 gráður með blæstri í 30 mínútur. Hitinn og baksturstími fer þó alltaf eftir ofnum. Berið kökuna fram heita með vanilluís eða rjóma.min_IMG_3367

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótlegur eftirréttur, Kaka í eldföstu móti, Kaka með niðursoðnum perum, Súkkulaði og perukaka, Súkkulaðikaka, Súkkulaðikaka með perum

Previous Post: « Laufléttar skonsur með osti og graslauk
Next Post: Hunangs agúrku og tómatasalat með sýrðum rjóma og kryddjurtum »

Reader Interactions

Comments

  1. Ingibjörg

    ágúst 24, 2014 at 23:30

    Bakaði þessa í dag og hún heppnaðist ekki vel. Baksturinn er alltof stuttur sem er gefinn upp sem viðmið og útkoman var slök.

    Svara
    • helenagunnarsd

      ágúst 25, 2014 at 20:22

      En hvað það var nú leiðinlegt að vita. Ég er vön að baka kökuna við þennan hita í 30 mínútur, kannski stundum 5 mínútum lengur en ég vil hafa hana svolítið blauta í miðjunni. Ofninn minn er hins vegar afar kraftmikill og hitnar mjög vel þegar ég nota blásturstillingu eins og ég gef upp í þessari uppskrift. Ofnar geta verið svo mismunandi eins og ég tek fram í uppskriftinni.

      Vona að það gangi betur næst 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  2. Sjöfn Hjálmarsdóttir

    maí 12, 2015 at 22:50

    Ekki eru allir með blástursofn og því gott að gefa líka upp hitastig með venjulegum hita.

    Svara
    • helenagunnarsd

      maí 14, 2015 at 15:01

      Sæl Sjöfn

      Það er rétt. Þumalputtareglan mín er að hækka hitastigið um 20 gráður þegar ekki er notaður blástur, þannig að kakan væri bökuð við 180 gráður í þessu tilfelli án blásturs. Hins vegar eru ofnar óskaplega misjafnir svo oft erfitt að gefa upp nákvæmt hitastig.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
      • Sjöfn Hjálmarsdóttir

        maí 21, 2015 at 22:22

        Hef gjarnan leitt hjá mér uppskriftir sem gefa bara upp hitastig í blástursofni. Takk fyrir að upplýsa mig um þumalputtaregluna þína.

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme