Vatnsdeigsbollur

IMG_0493Það er bara vika í bolludaginn svo ekki ráð nema í tíma sé tekið að fara að æfa sig að baka vatnsdeigsbollur. Við reyndar missum af bolludeginum í næstu viku svo ég ákvað að flýta honum um eina viku og slá afmæli eiginmannsins sem verður eftir helgi, saman við eitt stykki bollukaffi. Enda bolludagur sennilega skemmtilegasti dagur ársins og skandall að taka ekki þátt í þeim hátíðarhöldum sem fylgja því að fá sér eins og eina eða tvær rjómabollur.

Mér þykja heimabakaðar vatnsdeigsbollur alltaf svo langtum betri en keyptar í búð svo ég ákvað að skella í eina tilraunauppskrift í dag. Þær heppnuðust virkilega vel og það er einstaklega auðvelt að baka þessa litlu léttu bollur. Eina sem maður þarf að passa er að opna alls ekki ofninn fyrr en að bökunartímanum liðnum. Bollurnar þarf svo að sjálfsögðu að fylla með rjóma og tilheyrandi. Jarðarberjasulta, þeyttur rjómi og brætt súkkulaði ofan á eru mitt uppáhalds, einfalt og alltaf svo gott.

IMG_0505Vatnsdeigsbollur (ca. 25 stórar bollur eða um 40 smærri):

 • 4 dl vatn
 • 160 gr smjör
 • 250 gr hveiti eða hvítt spelt (ég notaði spelt)
 • 1/4 tsk lyftiduft
 • 6 egg

Aðferð:

Ofn hitaður í 190 gráður með blæstri. Vatnið og smjörið sett í meðalstóran pott. Suðunni hleypt upp og lækkað niður í meðalhita. Þegar smjörið er alveg bráðnað er hveitinu og lyftiduftinu hellt út í og hrært kröftuglega með sleif þar til deigið losnar frá köntunum. Ekki taka pottinn af hitanum fyrr en allt er komið vel saman. Þá er potturinn tekinn af hitanum og mesta hitanum leyft að rjúka úr deiginu, í ca. 10 mínútur.

Page_1Mér finnst ágætt að hræra aðeins í deiginu meðan það kólnar og dreifa úr því upp á kantana á pottinum. Svoleiðis gerir mamma það allavega alltaf með góðum árangri. Þá er eggjunum bætt út í einu í einu og hrært vel á milli. (Ef þið eruð sterk og getið hrært lengi með sleifinni er það alveg hægt. Ég hins vegar nota yfirleitt K-hrærarann í hrærivél fyrir þessa vinnu).

Deigið virkar á ákveðnum tímapunkti eins og það ætli að skilja sig og vilji ekki samlagast eggjunum. Það er eðlilegt og verður bara að hræra og hræra þar til allt er komið saman. Þá er deigið sett á tvær pappírsklæddar bökunarplötur með tveimur matskeiðum og bakað í 30-35 mínútur.

Ef þið viljið hafa bollurnar aðeins smærri er gott að nota tvær teskeiðar til að setja deigið á plötuna. Þá eru bollurnar bakaðar í um 25 mínútur. Alls ekki opna ofninn fyrr en að bökunartíma liðnum því annars er hætta á að þær falli. Ef þið viljið extra fínar og sléttar bollur er gott að dýfa fingri í kalt vatn og slétta úr bollunum ofan á með fingrinum og gera þær þannig meira kúlulaga.IMG_0504

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Vatnsdeigsbollur

 1. Bakvísun: Einfaldar kotasælubollur með sesamfræjum « Eldhúsperlur

 2. Bakvísun: Bolla Bolla! | Berglind Emils

 3. Takk kærlega fyrir þessa frábæru uppskrift annað árið í röð sem ég notast við hana og fullkomnar bollur sem koma úr henni !

  Enga litlar flatar loftlausar bollur eru alvöru bústnar bolludagsbollur 🙂

  Líkar við

 4. Bakvísun: Vatnsdeigsbollur | Helga Sigurrós

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s