Kjúklingur í satay sósu

IMG_0949Ég er búin að vera í hálfgerðu sólarmóki síðan við komum heim frá Tenerife. Ferðin var alveg fullkomin í alla staði, sól og hiti alla daga og auðvitað bara eintóm huggulegheit. Eftir svona gott frí getur nú tekið smá tíma að koma sér af stað aftur og þrátt fyrir mikla löngun í góðan mat eftir heimkomuna hefur nennan ekki verið mikil í eldhúsinu. Er nú samt alveg búin að vera að elda mat en fljótlegheit hafa svolítið einkennt kvöldmatinn síðan við komum heim.

Ég skellti í þennann ljúffenga satay kjúklingarétt í gær. Ef hráefnið er til er sennilega fljótlegra að elda hann heldur en að keyra á næsta tælenska stað og kaupa eitthvað tilbúið. Sannarlega mætti notast við heimalagaða satay sósu í þessum rétti en ég var ekki á þeim buxunum í gær allavega, mér finnst líka fínt að kaupa tilbúna og bragðbæta hana aðeins. Við vorum mjög ánægð með útkomuna, stórir sem smáir og munum sannarlega elda þennan rétt aftur. IMG_0951

Kjúklingur í satay sósu (fyrir 3-4):

  • 3 kjúklingabringur, hver bringa skorin í þrennt eftir endilöngu
  • 1 msk sojasósa
  • 1 krukka satay sósa (ég notaði Blue Dragon)
  • 1 ferna kókosmjólk (eða 1/2 dós)
  • 1 dl vatn
  • 1 msk rifið eða smátt saxað engifer
  • 3 vorlaukar smátt saxaðir
  • 1 límóna
  • Smátt saxaður chilli pipar (má sleppa)

IMG_0937Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar niður og veltið upp úr sojasósunni. Steikið kjúklingastrimlana á pönnu á báðum hliðum og takið svo af pönnunni. Hellið satay sósunni, kókosmjólkinni, vatninu og engifer á pönnuna og látið suðuna koma upp. Smakkið til með sojasósu, nýmöluðum pipar og safa úr 1/2 límónu. Setjið kjúklingastrimlana út í og látið malla þar til kjötið er eldað í gegn. IMG_0952Berið fram með límónubátum, söxuðum vorlauk og chillipipar og basmati hrísgrjónum.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Kjúklingur í satay sósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s