• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hafrakossar

nóvember 26, 2013 by helenagunnarsd 39 Comments

min_IMG_4360Ó þessir hafrakossar. Þegar Vikan hafði samband við mig og bað mig um að senda inn uppskriftir fyrir matgæðing vikunnar voru þessar dúllur fyrstar að koma upp í hugann. Þetta er svona næstum of gott til að vera satt og getur eiginlega ekki annað en slegið í gegn. Ég fékk hugmyndina að kökunum á síðunni sem bandarísku hjónin Kevin og Amanda halda úti. Þar má oft finna skemmtilegar uppskriftir, fallegar ljósmyndir og hugmyndir að hinu og þessu. Uppskriftirnar á síðunni eiga það hins vegar all flestar sameiginlegt að ekkert er til sparað í smjeri, sykri og öðru fíneríi svo þær flokkast algjörlega undir mat sem fólk ætti ekki að hafa oft á borðum. En maður minn, ef þú vilt gera vel við þig og þína og baka guðdómlegar kökur til að eiga á aðventunni, já þá eru þessar bara málið, ég lofa!

min_IMG_4358Hafrakossar (Breytt uppskrift frá www.kevinandamanda.com):

  • 250 gr mjúkt smjör við stofuhita
  • 2 dl púðursykur
  • 1 dl sykur
  • 1 egg
  • 2 tsk vanilluexract
  • 3 dl hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk kanill
  • 6 dl haframjöl (ath ekki grófir hafrar)

Aðferð:

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljós. Bætið egginu og vanillu út í og blandið vel saman við.

Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil. Bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrunum út í og blandið þar til rétt svo komið saman. Setjið deigið með tveimur teskeiðum á plötu, þrýstið aðeins ofan á hverja köku og bakið í 8-10 mínútur. Kælið á grind.

Krem:

  • 150 gr smjör
  • 250 gr flórsykur
  • 2 msk rjómi
  • 1 tsk vanilluextract

Aðferð: Þeytið allt vel saman og sprautið eða smyrjið á kældar kökurnar og leggið aðra köku ofan á. min_IMG_4359

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baka fyrir jólin, Bestu smákökurnar, Hafrakökur, Hafrakossar, Haframjölskökur, Jólabakstur, jólasmákökur, Kökur með kremi, Smákökur, Uppáhalds smákökurnar

Previous Post: « Nutella smákökur
Next Post: Tíu mínútna máltíð: Tortellini alla puttanesca »

Reader Interactions

Comments

  1. Gerður

    nóvember 26, 2013 at 13:50

    Takk fyrir góðar uppskriftir ! Segðu mér….Vanillu extract , þaðeru ekki vanilludropar.
    Ef svo er hvar fær maður extract 🙂 Kveðja

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 26, 2013 at 13:56

      Sæl Gerður og takk fyrir kveðjuna!

      Vanilluextract eru ekki vanilludropar, heldur búið til úr ekta vanillu og maður finnur sannarlega bragðmun, mér þykir extractið mun betra og nota það sjálf í allan minn bakstur. Ég er vön að kaupa mér stróra flösku af vanilluextraxt frá Kirkland sem fæst í Kosti. Ég hef líka rekist á þetta í Hagkaupum, Nóatúni og Þín verslun en þá frá öðrum merkjum. Það stendur þá oftast utan á ”pure vanilla extract”. Ef þú átt þetta ekki til eða getur ekki nálgast það, er lítið mál að nota bara gömlu góðu vanilludropana, kannski aðeins minna magn.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
      • Gerður

        nóvember 28, 2013 at 12:41

        Takk fyrir svarið. Ætla að skunda í Kost og ná í extract ! Kaupi nefnilega alltaf ískex þar, Frábært blogg hjá þér 🙂

  2. Guðrún H

    nóvember 26, 2013 at 14:01

    Sæl og takk fyrir uppskriftina, mér líst vel á hana. Geymir þú kökurnar í ísskáp eða heldurðu að það sé hægt að frysta þær?

    Kveðja, Guðrún.

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 26, 2013 at 15:56

      Sæl Guðrún

      Ég hef nú ekki þurft að geyma kökurnar lengi en þær sem voru ekki borðaðar samdægurs fóru í ísskáp. Ég myndi þó mæla með því að borða þær stofuheitar því þá er kremið svo mjúkt og gott. Það er í góðu lagi að frysta þær, bara passa að pakka þeim vel inn 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  3. Sólveig H

    nóvember 26, 2013 at 14:26

    Hæ og takk fyrir þessa uppskirft. Get ekki beðið eftir að prófa.

    Hvað áttu við með “ekki grófir hafrar” ? Bara til að vera viss 🙂

    Kv Sólveig

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 26, 2013 at 15:49

      Sæl Sólveig

      Ég á semsagt við fínni tegundina af höfrum, ekki tröllahafra eða þá grófvölsuðu. Ég notaði fínvalsaða instant hafra sem tekur bara 5 mínútur að sjóða, það kom vel út 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
      • Kristín Helga

        nóvember 28, 2013 at 14:59

        Sýðurðu hafrana sem sagt áður?

      • helenagunnarsd

        nóvember 28, 2013 at 15:03

        Nei alls ekki, hef þá hráa. Var semsagt að meina að það er betra að nota hafra sem eru fljótir að eldast, ekki þá grófu.

        Kv. Helena

  4. Nafnlaust

    nóvember 26, 2013 at 19:03

    Flottar kökur.Ætla að baka þær..

    Svara
  5. Lilja

    nóvember 27, 2013 at 17:04

    Hæ – þær fletjast ekki sjálfar út – fletur þú þær út eða?

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 27, 2013 at 20:45

      Sæl Lilja

      Ertu þá að meina þegar þær eru í ofninum? Ég set þær á plötu með tveimur teskeiðum og þær láku aðeins út hjá mér og þynntust, eru samt ekkert svo þunnar. Ef þú vilt hafa þær enn þynnri væri alveg hægt að ýta ofan á þær áður en þær fara í ofninn, t.d. með botni á glasi eða bara lófanum.

      Vona að þetta hjálpi 🙂
      kær kveðja, Helena

      Svara
  6. Lilja

    nóvember 27, 2013 at 21:56

    Já ok – varstu pottþétt með þetta deig? Vegna þess að þær voru miklu þykkari hjá mér og ekki sjéns að þær myndu leka, í raun þurfti að ýta þeim niður svo hægt væri að setja kremið á seinna.. 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 27, 2013 at 22:05

      Já ég var með nákvæmlega þetta deig 🙂 Ég set kremið á botninn á kökunni, sný semsagt köku við (hef hana á hvolfi), sprauta kremi á og legg aðra köku svo ofan á þannig að botnarnir á báðum kökunum snerta kremið.

      Svara
  7. Kolfinna

    nóvember 28, 2013 at 00:04

    Bræðiru smjörið ? 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 28, 2013 at 10:57

      Nei, hef það stofuheitt. Bæti því inn, takk fyrir 🙂

      Kveðja, Helena

      Svara
  8. Hrafnhildur Alfreðsdóttir

    nóvember 30, 2013 at 12:14

    Hæ hæ flott uppskrift hjá þér. 🙂 Er einhver sérstök ástæða fyrir því að nota ekki tröllharfa, það er að segja önnur en eldunartíminn?
    Ég get nefnilega bara borðað tröllhafrana þoli hina svo illa.

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 30, 2013 at 22:38

      Sæl Hrafnhildur

      Þú getur alveg notað Tröllahafra ef þér þykja þeir betri. Kökurnar sem ég gerði, og uppskriftin er eftir, er úr fínum höfrum. Áferðin á kökunum verður þá bara aðeins grófari en örugglega góð 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
      • Hrafnhildur Alfreðsdóttir

        desember 1, 2013 at 11:36

        takk takk 🙂

  9. Nafnlaust

    desember 1, 2013 at 19:34

    henda tröllahöfrunum bara augnablik í matvinnsluvél

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 1, 2013 at 19:37

      Góð hugmynd! 🙂

      Svara
  10. Valgerður Guðmundsdóttir

    desember 2, 2013 at 20:01

    Hæhæ, ég lenti í því sama og Lilja, eins og að það sé of mikið af höfrum til þess að þær geti lekið út (eða of lítið smjör). Hugsa að ég myndi breyta hlutföllunum á því næst til þess að þær leki út. En góðar eru þær! Nomm!

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 2, 2013 at 20:11

      Hæ Valgerður

      Þær láku alls ekki svo mikið út hjá mér heldur. Mínar kökur voru mjög stórar svo þær líta eiginlega út fyrir að vera þynnri myndinni en þær voru. Þær eiga heldur ekkert að vera þunnar heldur svolítið þykkar og djúsí eins og í upprunalegu uppskriftinni 😉 Getur séð hvernig þær eru ef þú ýtir á linkinn hjá uppskriftinni.

      Svara
  11. Bryndís Kristjánsdóttir

    desember 6, 2013 at 21:29

    Sæl,
    Langaði að forvitnast hvað koma ca margar kökur úr þessari uppskrift?

    Bestu þakkir og takkf fyrir flott blog 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 6, 2013 at 23:23

      Takk kæra Bryndís

      Veistu, ég man ekki alveg nákvæmlega hvað þær voru margar. En miðað við hvað ég kom mörgum á plötuna í einu sýnist mér að þær hafi verið 24, semsagt 12 kossar. Mínar voru þó ansi stórar svo ég myndi halda að 16-18 kossar væri líkleg tala miðað við að kökurnar séu aðeins minni. Gangi þér vel!

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  12. Valgerður Guðmundsdóttir

    desember 6, 2013 at 22:02

    Oh, my bad! Ég held að ég hafi í alvöru sett bara 200gr af smjöri en ekki 250gr. Svona er þetta stundum að baka með þriggja ára barni !
    Ætla að skella í annað batch á morgun, þetta er að verða búið 😉

    Svara
  13. Gummi

    desember 11, 2013 at 22:27

    Þetta er mjög svipað uppskrift sem ég fann einhvers staðar fyrir nokkrum árum, nema að í stað haframjöls eru gulrætur og hakkaðar möndlur (og enginn vanilla í kökunum sjálfum). Verð að tékka á þessari útgáfu 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 11, 2013 at 23:04

      Það hljómar samt enn meira spennandi en hafrarnir! ég er alveg líkleg til að stela þessari gulrótarhugmynd 😉

      Kær kveðja, Helena

      Svara
      • Gummi

        desember 11, 2013 at 23:30

        250 gr. fínmalað spelt
        250 gr. púðursykur
        125 gr. smjör
        1 egg
        1 1/2 tsk. lyftiduft
        1 1/2 tsk. matarsódi
        1 tsk kanill
        1/4 tsk. negull
        1 pakki hakkaðar möndlur
        2 meðalstórar gulrætur (rifnar smátt)

        Sett saman í skál og hrært saman. Gerðar eru litlar kúlur og settar á smjörpappír og þrýst ofan á þær með einum putta. Bakað við yfir og undirhita við 180° í 8-10 mínútur

        Krem

        1 askja rjómaostur frá MS
        50 g smjör
        1 pakki flórsykur
        1 tsk. vanilludropar
        Smá sletta af kaffi

        (Ég semsagt nota alltaf spelt, enda með hveitióþol, en upphaflega uppskriftin var með hveiti)

      • helenagunnarsd

        desember 11, 2013 at 23:49

        En hvað þessi hljómar vel! Já ég nota sjálf alltaf spelt í stað hveitis, aðallega vegna þess að mér þykir það betra á bragðið og svo fer það aðeins betur í mitt fólk. En takk fyrir uppskriftina, litlar gulrótarköku/möndlusmákökur með rjómaostakremi hljóta bara að vera góðar.

        Helena

  14. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

    desember 14, 2013 at 09:01

    Ég tók mínar kökur í kúfulla teskeið, bjó síðan til kúlu og flatti þær síðan út á plötunni, það kemur agalega vel út 😀

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 14, 2013 at 18:09

      En gaman að vita! Takk fyrir að deila 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  15. Þuríður

    nóvember 30, 2014 at 20:00

    Bakaði þessar kökur í morgun og eru þær mjög góðar og betri ef að þær eru vel kaldar

    Svara
  16. Liljan

    desember 11, 2014 at 08:44

    Helena!
    Þessir eru ROSALEGIR!! Er að byrja á 3.bakstri á viku. Ég. Ein heima í fæðingarorlofi.
    Sem er kannski ekki alveg að gera sig..

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 11, 2014 at 10:05

      Hahaha! Ég veit!… Njóttu bara og skelltu í þriðju umferð án þess að hika 🙂

      Svara
  17. Halla Björk

    febrúar 1, 2016 at 22:00

    Hafði þessa kossa í gær með kaffinu og þvílik dásemd VÁ þeir eru æði. Ætlaði alltaf að gera þá fyrir jólin en varð ekkert úr því, gat svo ekki hætt að hugsa um þá og skelli í eina uppskrift í gær.
    Lenti ekki í neinu veseni með að þær og náði 29 kossum ( eða 58 kökur) og með því að fyrstu kökurnar voru frekar stórar því var búin að lesa öll kommentin og var svo hrædd um að þær munu ekki fletjast út.
    Allir í fjölskyldunni voru þvílíkt ánægðir með kökurnar og þurfti ég að taka restina frá svo strákarnir og maðurinn minn mundi nú ekki klára þær i einum rikk.
    Takk fyrir frábæra uppskrift mun pottþétt nota hana mikið 🙂

    Svara
  18. Guðmunda

    desember 5, 2017 at 01:45

    mín allra uppáhalds “jólauppskrift”. þessir kossar eru altaf bakaði hjá mér um jólin ! það þarf einmitt að fela boxin með kökunum í, þær væru annars ekki lengi að klárast 😀

    Svara

Trackbacks

  1. Hafrakossar – jólalegar smákökur | Albert í eldhúsinu skrifar:
    nóvember 20, 2017 kl. 22:16

    […] Uppskriftin birtist á hinni ágætu matarbloggsíðu Eldhúsperlur […]

    Svara
  2. Hafrakossar - jólalegar smákökur - Albert eldar skrifar:
    desember 10, 2019 kl. 07:54

    […] Uppskriftin birtist á hinni ágætu matarbloggsíðu Eldhúsperlur […]

    Svara

Skildu eftir svar við Liljan Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme