Piccata Kjúklingur

min_IMG_4983Hér er einn af þessum sívinsælu og sígildu kjúklingaréttum sem eru svo þægilegir matreiðslu en í senn alveg einstaklega ljúffengir. Uppskriftin er byggð á hinum klassíska ítalska piccata kjúklingi en piccata stendur fyrir matreiðslu aðferð þar sem kjöt er skorið þunnt, velt upp úr hveit eða öðru mjöli, steikt og borið fram í einhverskonar sósu. Á ítölskum veitingastöðum (allavega þeim sem ég hef farið á) er piccata kjúklingur oftast í hvítvíns eða sítrónu sósu, gjarnan borinn fram með kapers. Mér þykir rétturinn alveg einstaklega góður, enda bæði hrifin af kapers og sítrónubragði sem er sannarlega áberandi í réttinum. Það er kjörið að bera piccata kjúklinginn fram með góðri kartöflumús eða bara einföldu grænu salati. Ískalt hvítvínsglas myndi sennilega ekki skemma fyrir..

Piccata kjúklingur (fyrir 4):

  • 4 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum og þynntar með buffhamri
  • 4 msk hveiti eða fínmalað spelt
  • 2 msk ólífuolía og 1 msk smjör
  • 2 dl hvítvín (hægt að sleppa og nota kjúklingasoð)
  • 1/2 dl nýkreistur sítrónusafi (eða ca. safinn úr hálfri sítrónu)
  • 3-4 msk kapers
  • 3 msk rjómi
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og söxuð fersk steinselja

min_IMG_4982Aðferð: Hitið pönnu á meðalhita og setjið á hana smjör og ólífuolíu. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. dreifið úr hveitinu á disk og veltið kjúklingnum upp úr hveitinu.min_IMG_4970 Steikið kjúklinginn þar til eldaður í gegn eða í um það bil fjórar mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið á diski. Hækkið hitann á pönnunni og hellið hvítvíninu, sítrónusafanum og kapers út á. Látið sjóða niður í 2-3 mínútur. Hellið rjómanum út í og smakkið til með salti og pipar. min_IMG_4975Setjið kjúklinginn út í sósuna og leyfið að malla í örfáar mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur hitnað aftur í gegn. Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram. min_IMG_4980

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Piccata Kjúklingur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s