• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Piccata Kjúklingur

febrúar 23, 2014 by helenagunnarsd 5 Comments

min_IMG_4983Hér er einn af þessum sívinsælu og sígildu kjúklingaréttum sem eru svo þægilegir matreiðslu en í senn alveg einstaklega ljúffengir. Uppskriftin er byggð á hinum klassíska ítalska piccata kjúklingi en piccata stendur fyrir matreiðslu aðferð þar sem kjöt er skorið þunnt, velt upp úr hveit eða öðru mjöli, steikt og borið fram í einhverskonar sósu. Á ítölskum veitingastöðum (allavega þeim sem ég hef farið á) er piccata kjúklingur oftast í hvítvíns eða sítrónu sósu, gjarnan borinn fram með kapers. Mér þykir rétturinn alveg einstaklega góður, enda bæði hrifin af kapers og sítrónubragði sem er sannarlega áberandi í réttinum. Það er kjörið að bera piccata kjúklinginn fram með góðri kartöflumús eða bara einföldu grænu salati. Ískalt hvítvínsglas myndi sennilega ekki skemma fyrir..

Piccata kjúklingur (fyrir 4):

  • 4 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum og þynntar með buffhamri
  • 4 msk hveiti eða fínmalað spelt
  • 2 msk ólífuolía og 1 msk smjör
  • 2 dl hvítvín (hægt að sleppa og nota kjúklingasoð)
  • 1/2 dl nýkreistur sítrónusafi (eða ca. safinn úr hálfri sítrónu)
  • 3-4 msk kapers
  • 3 msk rjómi
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og söxuð fersk steinselja

min_IMG_4982Aðferð: Hitið pönnu á meðalhita og setjið á hana smjör og ólífuolíu. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. dreifið úr hveitinu á disk og veltið kjúklingnum upp úr hveitinu.min_IMG_4970 Steikið kjúklinginn þar til eldaður í gegn eða í um það bil fjórar mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið á diski. Hækkið hitann á pönnunni og hellið hvítvíninu, sítrónusafanum og kapers út á. Látið sjóða niður í 2-3 mínútur. Hellið rjómanum út í og smakkið til með salti og pipar. min_IMG_4975Setjið kjúklinginn út í sósuna og leyfið að malla í örfáar mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur hitnað aftur í gegn. Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram. min_IMG_4980

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Ítölsk grænmetissúpa
Next Post: Tælensk massaman súpa »

Reader Interactions

Comments

  1. Guðrún Þórbjarnardóttir

    febrúar 23, 2014 at 22:09

    Þessi er örugglega frábær. Takk Helena mín.

    Svara
    • helenagunnarsd

      febrúar 24, 2014 at 13:48

      Verði þér að góðu kæra Guðrún. Já okkur finnst hann allavega voða góður.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  2. Ína Árnadóttir

    febrúar 25, 2014 at 23:36

    Eldaði þennan rétt í kvöld,og hann var mjög góður. Takk fyrir skemmtilegar uppskriftir..

    Svara
    • helenagunnarsd

      mars 8, 2014 at 22:21

      En gaman Ína, takk fyrir kveðjuna 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  3. Guðný Björk

    mars 9, 2014 at 18:37

    Þessi var á borðum hér í kvöld og sló algjörlega í gegn. Einstaklega einfaldur og fljótlegur réttur og ekki skemmir fyrir að hann er virkilega góður 🙂

    Svara

Skildu eftir svar við Guðrún Þórbjarnardóttir Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme