Dúnmjúkar banana muffins með brúnuðu smjöri

min_IMG_6036Ég þori varla að segja það upphátt en stundum, bara stundum kann ég alveg ágætlega við svona rigningardaga eins og eru framundan. Nei ég vill nú ekki hafa rigningu allt sumarið, en þegar spáð er krassandi lægð eins og núna hugsa ég mér gott til glóðarinnar hvað kósýheit varðar. Við Gunnar höfum viðað að okkur úrvali barnabóka frá bókasafninu og hlökkum bara svolítið til að kúra saman undir teppi og kíkja í bækur og horfa á teiknimyndir eftir langa og blauta skóladaga hjá þeim stutta. Eitt af því besta sem Gunnar veit eru möffins, eða bollakökur ýmiskonar. Það var því ekki úr vegi að hræra í þessar dásamlegu banana muffins til að eiga fyrir komandi rigningardaga. Kökurnar eru einstaklega mjúkar og alveg hættulega góðar. Svo tekur enga stund að búa þær til. Ekki hræðast brúnaða smjörið, það gerir alltaf gott jafnvel enn betra og passar svo sannarlega vel við þessar kökur. Gunnar lýsti því yfir að þetta væru bestu muffins sem hann hefði nokkurn tímann smakkað.min_IMG_6037

Ég nota alltaf sérstök bollaköku álform þegar ég baka muffins eða bollakökur. Þau fást til dæmis í versluninni Allt í köku, Ikea og örugglega mörgum öðrum stöðum. Svona deig eins og fer í þessar kökur og flestar bollakökur sem ég hef sett inn á síðuna er frekar þunnt og hentar alls ekki vel í pappírsform eingöngu, heldur þarf örlítið meiri stuðning. Ef þið notið bara pappírsform verða kökurnar allavega ekki svona háar og fínar og gætu lekið út.

min_IMG_6055Banana muffins með brúnuðu smjöri (12 kökur, bollamálið mitt er 2.5 dl):

 • 4 dl spelt eða hveiti (ég notaði fínt og gróft spelt til helminga)
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 1 1/2 dl hrásykur
 • 125 gr smjör, brætt og brúnað sjá leiðbeiningar hér
 • 4 bananar, stappaðir
 • 2 egg
 • 2 tsk vanilluextract
 • 1 dl dökkir súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði

min_IMG_6038Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið öllum þurrefnunum saman í skál. Brúnið smjörið og stappið bananana og bætið því ásamt eggjum og vanillu saman við þurrefnin ásamt súkkulaðinu. Hrærið þar til rétt svo komið saman. Alls ekki hræra of lengi. Skiptið í 12 pappírsklædd bollakökuform og bakið í um það bil 25 mínútur. min_IMG_6051

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Dúnmjúkar banana muffins með brúnuðu smjöri

  • Það kemur alveg ótrúlega gott bragð af brúnuðu smjöri, svona karamellu, hnetukeimur. En það er sko alveg hægt að sleppa því að brúna smjörið og bræða það bara venjulega 🙂

   Kv. Helena

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s