• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Dásamlegir bláberjabitar

ágúst 7, 2014 by helenagunnarsd 5 Comments

min_IMG_6100

Þessir bláberjabitar eru jafn einfaldir og þeir eru ljúffengir. Ég hef ef til vill sett óþarflega margar bláberja uppskriftir hingað inn en það er nú bara vegna þess að ég nota bláber mikið. Á enn aðalbláberin góðu síðan í fyrra haust og var svo heppin að fá meira að segja smá áfyllingu á þau á dögunum. Þvílíkur lúxus að hafa aðgang að þessu frábæra hráefni. Sannfærðist endanlega um lúxusinn sem ég bý við þegar ég rakst á litla dós, varla meira en bolla, af ferskum íslenskum aðalbáberjum á 800 krónur í matvörubúð í gær..! Ég hvet ykkur til að kíkja á berjamó á næstunni og næla ykkur í nokkrar góðar lúkur af þessu góðgæti. Það er svo ótrúlega upplífgandi að draga íslensk ber úr frystinum að vetri til og nota í sjeika, bökur eða hvað sem er.

min_IMG_6096Bláberja bitar – lítillega breytt uppskrift frá Smitten Kitchen (1 bolli: 2,5 dl)

  • 3 bollar hveiti eða fínmalað spelt
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 225 gr kalt smjör skorið í bita
  • 1 egg
  • 1/4 tsk salt
  • Fínrifinn börkur og safinni úr einni sítrónu
  • 4 bollar bláber (ég notaði frosin)
  • 1/4 bolli sykur (meira ef berin eru mjög súr)
  • 3 tsk maíssterkja eða kartöflumjöl

Hitið ofn í 160 gráður með blæstri annars 180. Smyrjið form. Skúffukökuform passar t.d. vel fyrir þessa uppskrift.

Hrærið saman 1 bolla af sykri, 3 bollum af hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberki. Blandið köldu smjörinu og egginu saman við þar til blandan líkist blautum sandi. Hellið helmingnum af deiginu í formið og þrýstið niður með fingrunum.min_IMG_6080

Blandið þá saman berjunum,sykrinum, sterkjunni og sítrónusafanum. Hellið berjablöndunni yfir botninn.min_IMG_6084 Myljið restina af deiginu yfir berin. Bakið í  um 40-45 mínútur eða þar til bakað í gegn og gullinbrúnt (tók aðeins lengri tíma eða um 50 mínútur hjá mér þar sem ég notaði frosin bláber). min_IMG_6086Kælið alveg og skerið svo í litla bita.min_IMG_6089min_IMG_6094

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baka úr bláberjum, Bláber uppskriftir, Bláberjabaka, Bláberjakaka

Previous Post: « Poulet roti au vin rouge – Kjúklingur í rauðvínssósu
Next Post: Uppáhalds ferska salsa sósan – góð með öllu! »

Reader Interactions

Comments

  1. Guðrún Margrét

    ágúst 7, 2014 at 12:57

    Þetta hljómar vel og verður alveg örugglega prófað bráðlega. En hvaða stærð af skúffukökuformi notarðu og eru þetta amerísk bollamál hjá þér? Takk fyrir frábærar uppskriftir 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      ágúst 7, 2014 at 13:37

      Sæl Guðrún Margrét

      Já, bollakökumálið mitt er amerískt, annars miða ég ávallt við að 2.5 dl sé einn bolli, svona ef maður er ekki með bollamálið við hendina. Skúffukökuformið er 20×30 cm (botnmál). Gangi þér vel! 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
      • Guðrún Margrét

        ágúst 8, 2014 at 00:06

        Takk fyrir svarið Helena 🙂

  2. Ásta Dröfn

    ágúst 27, 2014 at 18:22

    hvernig er best að geyma þessar?

    Svara
    • helenagunnarsd

      ágúst 27, 2014 at 20:37

      Hmm. það fer eftir því hvað þú vilt geyma þær lengi?.. Þær frystast alveg ágætlega svo ef þeim er vel pakkað inn er gott að geyma þær þannig í lengri tíma. Ég gaf nú bara helminginn af mínum og geymdi svo hinn helminginn í lokuðu plastboxi við stofuhita í 3-4 daga minnir mig að það hafi verið. Þoldu það vel 🙂 Gangi þér vel!

      Kær kveðja, Helena

      Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme