Amerísk gulrótarterta

min_IMG_6345Á ferðalagi okkur um Norðurlandið fyrr í sumar vorum við svo heppin að fá oftast framúrskarandi góðan og ferskan mat. Það er virkilega gaman að sjá hvað metnaður í matreiðslu virðist vera að aukast og ég held að kröfur um góðan mat séu sífellt að verða meiri. Það er nokkuð ljóst að ef veitingastaðir eiga að ganga þarf maturinn þar að vera það góður að maður vilji koma aftur og aftur. Ekki miklar líkur á að staðir gangi vel sem fá hvern gest aðeins einu sinni í mat og síðan ekki söguna meir. Stundum þegar ég fæ svona allt í lagi góðan mat á veitingastað þarf oft ekki nema eitthvað eitt frábært til að sannfæra mig um að koma aftur. Frábæran eftirrétt eða forrétt, fullkomlega eldað kjöt eða fisk og ég verð sannfærð um að þarna sé eitthvað gott á ferðinni. En að sama skapi get ég orðið frekar sár þegar pantaður er réttur sem svo auðveldlega getur verið frábær en er það svo ekki. min_IMG_6364Eitt af því besta í bakkelsismálum sem maðurinn minn veit er gulrótarkaka. Hann pantaði sér einmitt eina slíka í eftirrétt á frekar fínum veitingastað á Norðurlandinu í fríinu okkar góða. Þvílík vonbriðgði. Kakan var næstum því jafn þurr og tvíbaka og bragðið óspennandi eftir því. Glötuð gulrótarkaka sumsé. Lífið er sannarlega of stutt fyrir vont bakkelsi, svona ef maður ætlar á annað borð að leyfa sér það. Ég ákvað því í tilefni brúðkaupsafmælis okkar á dögunum að baka bestu gulrótartertu hingað til.. því svoleiðis gerir maður ef maður ætlar á annað borð að baka gulrótartertu. Það varð enginn fyrir vonbrigðum í þetta skiptið enda um einstaklega ljúffenga tertu að ræða. Uppskriftin er gömul og amerísk og af þeim matarbloggum að dæma sem hafa tekið tertuna fyrir, er þetta besta gulrótarterta sem um ræðir. Held ég sé bara sammála því svei mér þá. Kremið sem ég nota er ekki með rjómaosti, mér þykir svoleiðis krem oftast allt of væmið og bara ekki nógu gott. Ég bjó því til frekar klassískt hvítt vanillusmjörkrem með smá sítrónusafa. Ég mæli eindregið með að þið prófið þessa.

min_IMG_6376min_IMG_6387Amerísk gulrótarterta (Örlítið tilfærð uppskrift frá www.momontimeout.com):

Ath: Bollamálið sem ég nota er 2.5 dl.

 • 1 1/4 bolli bragðlítil olía
 • 1 1/2 bolli sykur
 • 3 egg
 • ————————
 • 2 bollar hveiti eða fínmalað spelt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk kanill
 • ————————
 • 2 bollar rifnar gulrætur
 • 1 bolli kókosmjöl
 • 1 bolli hakkaðar valhnetur eða pekanhnetur (má sleppa)
 • 2 tsk vanilluextract
 • 1 bolli hakkaður ananas úr dós með safanum

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri annars 190 gráður. Smyrjið tvö 24 cm kökuform og leggið smjörpappír í botninn. Byrjið á að þeyta saman olíu, sykri og eggjum þar til blandan lýsist aðeins og verður örlítið loftkenndari. Blandið saman í annari skál: hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti og kanil. Í þriðju skálinni blandið saman rifnum gulrótum, kókosmjöli, hnetum (ef þið notið þær), vanillu og ananas (með safanum). Hellið hveitiblöndunni og gulrótarblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið þar til þetta er komið vel saman án þess þó að hræra of lengi. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bakað í gegn. Fylgist með kökunum þar sem ofnar geta verið misjafnir. Takið kökurnar út og látið kólna alveg áður en kremið er sett á.min_IMG_6337

Krem:

 • 250 gr mjúkt smjör
 • 500 gr flórsykur
 • 2 msk ferskur sítrónusafi (ekki úr plastflösku)
 • 2 tsk vanilluextract
 • 2-3 msk mjólk til að þynna kremið ef þarf

Aðferð: Þeytið smjörið í 2-3 mínútur eða þar til það hvítnar og verður létt. Bætið flórsykrinum út í og þeytið áfram í 2-3 mínútur. Bætið sítrónusafanum og vanilllunni saman við. Setjið mjólk saman við ef ykkur finnst kremið of þykkt. Dreifið um 1/3 af kreminu á neðri botninn. Leggið þá hinn ofan á og dreifið restinni af kreminu jafnt yfir alla kökuna. Skreytið e.t.v með hökkuðum pekanhnetum eða kókosmjöli.min_IMG_6357min_IMG_6378

Auglýsingar

7 athugasemdir við “Amerísk gulrótarterta

 1. Þessi var bökuð í dag og vissulega er hún góð og sagði maðurinn minn að þetta væri besta gulrótarterta sem hann hefði smakkað, en mér fannst hún altof sæt og var ég þó búin að mínka sykurinn talsvert, þessi verður prufuð aftur og þá mun ég mína sykurinn um ca 50 – 75 % en saðsöm er hún

  Líkar við

 2. Kakan er virkilega góð en hún er alltof sæt, ætla að prufa að baka hana aftur og mun ég klárlega mínka sikurinn og breita líka kreminu, það er líka alltof sætt

  Líkar við

 3. Þetta er í annað skiptið sem ég baka þessa tertu og fannst mér hún altof sæt á bragðið enda sykurmagnið altof mikið að mér finnst, en núna bakaði ég hana afturog setti tæplega 1/2 bolla af sykri (en það á að vera 1og1/2 bolli í uppskriftini, það koma ágætlega út en ég er alveg viss um að það má sleppa sykrinum alveg og bara að nota ananasinn og safan af honum, það er alveg nógur sykur þar,,,, hún er mjög saðsöm

  Líkar við

  • Sæl Þuríður

   Já, það má áreiðanlega minnka sykurmagnið mikið í þessari uppskrift sýnist manni svo. Ég byggi uppskriftina á amerískri fyrirmynd og minnkaði sykurinn talsvert frá þeirri upprunalegu. Þessi tiltekna terta gefur sig heldur alls ekki út fyrir að vera sykurlaus eða neins staðar á hollustu línunni 🙂 En sjálfsagt að gera tilraunir. Ég kýs sjálf að minnka sykur talsvert í uppskriftum en ef ég ætlaði að reyna að sleppa sykri myndi ég sennilega baka eitthvað allt annað en þetta.

   Kær kveðja, Helena

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s