Appelsínu og súkkulaði formkaka

min_IMG_6867Gleðilegt ár kæru lesendur og takk fyrir síðasta Eldhúsperlu ár. Hér hefur ekki mikið verið á döfinni síðustu vikur enda ágætt að taka einstöku sinnum frí frá bloggi og eldhússtörfum eins og öðru. Ég hef þó ýmislegt verið að brasa hingað og þangað. Nú má til dæmis finna nýjar uppskriftir frá mér einu sinni í mánuði inni á Gott í matinn vefnum. Þegar má þar finna tvær uppskriftir sem ég er afar ánægð með og hafa ekki birst hérna á síðunni. Hvet ykkur til að prófa. Árið lofar góðu og ýmislegt spennandi á döfinni í eldhúsinu sem og annars staðar.

Í næstu færslu ætla ég að fara yfir vinsælustu uppskriftir síðasta árs. Finnst alltaf svo gaman að skoða svoleiðis lista. En núna deili ég með ykkur nýrri köku sem er strax komin á uppáhalds listann. Uppskriftina sá ég upphaflega hjá Inu Garten, svo hún hlaut að vera góð. Hún hefur svo farið sigurför um bloggheima Vestanhafs sem er ekki að furða. Kakan er mjúk með dásamlegum appelsínukeim. Appelsínurnar núna eru svo safaríkar og sætar að það er um að gera að nota þær í sem flest. Ég held að heimilið hafi aldrei ilmað jafn vel og þegar þessi kaka var í ofninum!min_IMG_6864

Appelsínu og súkkulaði formkaka (lítillega tilfærð uppskrift frá Ina Garten)

 • 225 gr mjúkt smjör, ósaltað
 • 4 dl sykur
 • 4 stór egg
 • 2-3 msk rifinn börkur af appelsínu (um 1 stór appelsína)
 • 2/3 dl nýkreistur safi úr appelsínu
 • 1 og 3/4 dl hrein jógúrt eða súrmjólk
 • 1 tsk vanilluextract
 • 375 gr hveiti
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 300 gr súkkulaðibitar (ég notaði Siríus Konsum dropa)
 • 1 msk hveiti

min_IMG_6868

Athugið að ef öll hráefnin í kökuna eru við stofuhita eða sem næst því verður árangurinn af bakstrinum enn betri.

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Smyrjið hringlaga form með gati í miðjunni vel að innan og dustið það með hveiti. (Ef þið eigið ekki hringlaga form með gati má líka nota stórt jólakökuform eða tvö minni form, athugið bara að fylgjast með bökunartímanum). Hrærið smjör og sykur mjög vel saman þar til ljóst og létt, í um 5 mínútur (ég nota K-ið í hrærivélinni fyrir þetta). Bætið eggjunum út í, einu í einu, hrærið vel á milli og skafið hliðarnar með sleikju. Hrærið saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti í eina skál. Í aðra skál blandið saman appelsínuberki, safa, jógúrt og vanillu. Hellið þurrefnunum út í eggja-smjörblönduna ásamt vökvanum. Gætið þess að hræra ekki lengi eftir að hveitið kemur út í. Hrærið 1 msk hveiti saman við súkkulaðidropana og blandið svo saman við deigið. Skafið vel innan úr hliðunum á skálinni með sleikju og passið að allt sé vel blandað saman. Hellið deiginu í formið og dreifið jafnt úr því. Bakið í 45 – 55 mínútur eða þar til tannstöngli sem stungið er í miðjuna kemur hreinn upp. Leyfið kökunni að kólna í forminu í 10-15 mínútur. Losið hana þá úr forminu og kælið alveg á grind.

Fyrir súkkulaðið ofan á: Bræðið saman 1/2 dl rjóma og 100 gr af súkkulaði við vægan hita. Hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.

 

min_IMG_6873

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Appelsínu og súkkulaði formkaka

 1. Hér á heimilinu er búið að baka kökuna og er hún virkilega góð, ég notaði hvítt súkkulaði í hana og ekkert súkkulaði ofan á , einfremur mínkaði ég sykurinn um helming og kemur það ekki að sök

  Líkar við

  • En gaman að vita. Og mikið er ég glöð að heyra af minnkaða sykrinum, er mikið fyrir að minnka sykurmagn í uppskriftum og var sjálf búin að draga talsvert úr honum miðað við upprunalegu uppskriftina.. sem er amerísk og þar er sko alls ekkert verið að draga úr sykrinum! 🙂

   Takk fyrir kveðjuna.
   Helena

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s