Fljótlegasta skúffukakan með ómótstæðilegu smjörkremi

img_6885Í dag eru fjögur ár síðan ég setti fyrstu uppskriftina inn á Eldhúsperlur. Mikið sem mér þykir vænt um þetta matarblogg, fyrir utan það hvað það er gaman að deila öllum þessu uppskriftum og skrifa pistlana hefur síðan líka tilfinningalegt gildi. Hér eru samankomnar mínar uppáhalds uppskriftir ásamt gömlum og góðum uppskriftum fjölskyldunnar sem allar vekja notalegar minningar og svo er ótrúlega skemmtilegt að geta flett aftur í tímann og fundið allar þessar gersemar á einum stað. Fylgjendur á Facebook síðunni eru tæplega 12.000 og lestur hér inni eykst alltaf, þrátt fyrir að færslum hafi reyndar farið fækkandi á síðustu misserum. Bloggið og uppskriftaskrif eru algjörlega mitt aðal áhugamál en ég vinn ekki við það nema að hluta. Er í frábærri vinnu annars staðar. Það hefur þó fært mér allskonar skemmtileg tækifæri og líka gert mér kleift að vinna í aukavinnu það sem mér þykir skemmtilegast, það hljóta að teljast forréttindi.

Ég bakaði þessa köku um síðustu helgi, hún var svo fljót að klárast að ég var heppin að ná af henni einhverjum myndum áður en hún hvarf ofan í nokkra litla svanga munna. Uppskriftin er afar einföld. Það er meira að segja hægt að hræra deigið í kökuforminu sjálfu ef maður nennir ekki að óhreinka skál!

Fljótegasta skúffukakan með ómótstæðilegu smjörkremi

(Ég notast við bollamál – 1 bolli er 2,5 dl – Uppskiftin passar í venjulegt skúffukökuform ca. 20×30 cm)

 • 1 bolli hveiti eða fínmalað spelt
 • 3/4 bolli sykur (ég nota hrásykur)
 • 1/2 bolli kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk instant kaffiduft
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 bolli súrmjólk eða hrein jógúrt
 • 1/4 bolli matarolía eða fljótandi kókosolía
 • 1/2 bolli heitt vatn
 • 2 egg

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður. Öllum þurrefnum pískað saman. Súrmjólk, olíu, vatni og eggjum svo hrært saman við. Ekki hæra of lengi, bara þannig að rétt blandist saman. Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðjuna kemur hreinn upp. Kælið kökuna alveg áður en kremið er sett á (Ef það er snjór eða frost og allir óþolinmóðir skelli ég forminu beint út á pall ofan á klaka eða snjó og kakan kólnar á 10 mínútum)

Ómótstæðilegt smjörkrem

 • 250 gr smjör við stofuhita
 • 350 gr flórsykur
 • 2 msk kakó
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1/4 tsk salt
 • 4 msk sterkt uppáhellt kaffi (líka hægt að búa til smá instant kaffi ef maður nennir ekki að hella upp á)
 • 4 msk rjómi

Aðferð: Byrjið á að þeyta smjörið vel þar til það verður ljóst og létt í sér. Bætið flórsykrinum út í ásamt kakóinu, vanillusykrinum og salti og þeytið vel saman á meðan þið setjið kaffið og rjómann smám saman út í. Þeytið kremið mjög vel eða í 5-7 mínútur þannig að það verði mjög létt í sér. Dreifið kreminu jafnt yfir kökuna og skreytið ef þið viljið.

img_6969

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Fljótlegasta skúffukakan með ómótstæðilegu smjörkremi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s