• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Dúnmjúkar gamaldags tebollur með rúsínum

maí 20, 2017 by helenagunnarsd 5 Comments

IMG_8356 (1)Ég get ekki mælt nógu mikið með að þið prófið að baka þessar dásamlegu tebollur. Ég er kannski ekki alveg hlutlaus, enda komin tæpa 6 mánuði á leið með furðulegar langanir í hitt og þetta.. þessar tebollur voru eitt af því og ég ekki í rónni fyrr en baksturinn hafði átt sér stað. Og maður minn, ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Uppskriftin er gömul og góð og ég man hreinlega ekki hvaðan hún kemur, hún er handskrifuð á miða innan um helling af öðrum uppskriftum inni í gamalli uppskriftabók hjá mér. En sá sem á heiðurinn af uppskriftinni á heiðurinn alveg skilinn. Ég bætti þó við sítrónudropunum og ég hvet ykkur til að nota þá líka, þeir passa alveg ótrúlega vel við! Uppskriftin er meðalstór, úr henni fengust 22 ágætlega vænar tebollur. Athugið að bollurnar frystast mjög vel og mér finnst alveg upplagt að baka þær fyrir útilegu eða ferðalag. Það jafnast ekkert á við heimabakað nesti utandyra.

IMG_8328Dúnmjúkar gamaldags tebollur með rúsínum (um það bil 22 bollur)

  • 200 gr mjúkt smjör
  • 200 gr sykur
  • 3 egg
  • 1/2 tsk sítrónudropar
  • 1 tsk vanilludropar
  • 400 gr hveiti
  • 1 msk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1 dl mjólk
  • 200 gr rúsínur (Má líka nota súkkulaði í staðin fyrir rúsínur)

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, alveg í 3-5 mínútur í hrærivél. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið sítrónu, og vanilludropum saman við. Hrærið hveitinu, saltinu og lyftiduftinu saman og bætið að lokum út í ásamt mjólkinni og rúsínum.

Hrærið þar til allt blandast vel saman, en gætið þess að hræra ekki mikið eftir að hveitið er komið út í, bara þannig að allt sé komið saman. Setjið deigið með tveimur matskeiðum eða stórri ísskeið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Hver bolla hjá mér var ca. tvær vel fullar matskeiðar af deigi. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til bakaðar í gegn og fallega ljósgullinbrúnar.
IMG_8353 (1)

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Fljótlegasta skúffukakan með ómótstæðilegu smjörkremi
Next Post: Sumar humar taco! »

Reader Interactions

Comments

  1. Nanna Gunnarsdóttir

    maí 28, 2017 at 21:58

    Það sem ég hef saknað þín!! Búin að bíða spennt frá síðustu uppskrift. Og finnst mjöööög langt síðan.

    Svara
    • helenagunnarsd

      maí 29, 2017 at 11:13

      Æj takk fyrir! Ég var næstum feimin að setja inn þessa uppskrift það var liðið svo langt frá síðustu 😉 – En það koma núna oftar inn uppskriftir frá mér inn á gottimatinn.is finnur mig þar undir matarblogg 🙂

      Svo fer ég nú að verða duglegri að setja hingað inn!

      Svara
  2. Sigríður Jónsdóttir.

    maí 22, 2018 at 23:30

    Get ég notað eggjaduft í stað eggja vegna ofnæmis.

    Svara
    • helenagunnarsd

      maí 23, 2018 at 09:01

      Nú er ég bara ekki viss þar sem ég hef aldrei notað eggjaduft.. Ef þú ert vön að nota það í bakstur með góðum árangri er um að gera að prófa 🙂

      Svara
  3. Sigríður Viðarsdóttir

    júlí 26, 2019 at 15:54

    Þessar eru æði !! 🙂

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme