• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Bragðmikið kúskús salat með ofnbökuðu grænmeti, avocado og parmesan osti

ágúst 7, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_3345Mér finnst alveg frábær tilbreyting frá grilltíð sem einkennist oft og tíðum af dálítið miklu kjöti, að sneiða hjá kjötmáltíðum og bera á borð kvöldmat sem inniheldur einungis grænmeti. Ég tala nú ekki um núna þegar fer að líða á ágúst mánuð og íslenskt grænmeti fer að fylla grænmetiskæla matvöruverslana. Ég get nú reyndar ekki státað mig af því að hafa notað eingöngu íslenskt grænmeti í þennan rétt, en góður var hann. Ég lét hann standa algjörlega einan og sér sem kvöldmat á dögunum og fannst avacado teningarnir alveg gera útslagið í að skila okkur mettandi og góðum kvöldverði. Ég hvet ykkur til að prófa að hafa grænmetisrétt á borðum allavega einu sinni í viku ef þið hafið ekki vanist því. Það er bæði hagstætt og ljúffengt og alltaf upplagt að nota til dæmis grænmetisafganga sem liggja óhreyfðir í grænmetisskúffunni í staðin fyrir að henda þeim. Ég notaði hreint kúskús í þennan rétt sem ég kryddaði sjálf. Það væri líka vel hægt að kaupa tilbúið kryddað kúskús. Prófið bara!

min_IMG_3347Bragðmikið kúskús salat með ofnbökuðu grænmeti, lárperu og parmesan osti (fyrir 3-4):

  • 200 gr hreint kúskús – kryddað með 1 tsk oregano, 1 tsk paprikukryddi, 1/4 tsk kanil, 1 tsk grófu sjávarsalti, 1/2 tsk svörtum pipar, 1/2 tsk cummin, 1/2 tsk kóríander og 1/4 tsk þurrkuðum chilliflögum (líka hægt að nota kryddað kúskús)
  • 1 -2 öskjur konfekt tómatar eða piccolo tómatar (magn fer þó eftir smekk)
  • 2 vænir rauðlaukar
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 msk balsamikedik
  • 1 msk hunang
  • Sjávarsalt og pipar
  • Nokkrar sneiðar grilluð marineruð paprika úr krukku (líka hægt að nota t.d þistilhjörtu eða ólifur)
  • 2 lárperur
  • Rifinn ferskur parmesan ostur
  • Góð lúka fersk steinselja og graslaukur, smátt saxað
  • 1 sítróna skorin í báta

Aðferð: Hitið ofn í 220 gráður. Byrjið á að setja kúskúsið í skál og krydda það. Blandið vel saman. Hellið sjóðandi vatni yfir kúskúsið. Ég mæli aldrei vatnið heldur helli þar til vatnið þekur alveg kúskúsið og nær ca. 1/2 cm yfir það. Leggið disk eða plastfilmu yfir skálina og látið standa í 10 mínútur eða á meðan þið gerið restina af réttinum. Skerið laukinn í tvennt og svo í dálítið þykkar sneiðar. Skerið tómatana í tvennt. Setjið laukinn og tómatana á bökunarplötu. Hellið ólífuolíu, balsamikediki og hunangi yfir, saltið og piprið og veltið grænmetinu vel uppúr. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til laukurinn hefur tekið lit og karamelliserast í hunangs-edik blöndunni. Skerið grilluðu paprikuna í strimla. Ýfið kúskúsið upp með gaffli og hellið því á fat. Setjið grænmetið yfir og blandið aðeins saman. Skerið lárperuna í teninga og dreifið yfir ásamt vel af rifnum parmesan osti og saxaðri steinselju og graslauk. Kreistið smá sítrónusafa yfir og berið fram með sítrónubátum. min_IMG_3340

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Avacado, Cous Cous recipe, Góður grænmetisréttur, Grænmetisréttur, Kúskús salat, Kúskús uppskrift, Ofnbakað grænmeti

Previous Post: « Útilegu marengsbomba með rjómasúkkulaði rúsínum, ávöxtum og pipp sósu
Next Post: Grilluð bruschetta caprese og eggja-beikon bollar »

Reader Interactions

Comments

  1. Sara Elísabet og Ási :)

    febrúar 15, 2014 at 17:37

    sjúklega gott þetta ! Þetta verður gert oftar! 😀

    Svara
    • helenagunnarsd

      febrúar 16, 2014 at 10:37

      Frábært, ég er voða hrifin af þessu sjálf 😉

      Svara
  2. Elfa

    apríl 13, 2015 at 12:45

    Ofboðslega gott salat, gerði það sem meðlæti með ofnbökuðum lúðusteikum, alveg hreint brilljant!

    Svara

Skildu eftir svar við helenagunnarsd Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme