• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Rabarbarakaka með marsipani og vanillusósu

júní 16, 2014 by helenagunnarsd 16 Comments

min_IMG_5976Í Stokkhólmi, og sennilega víðar í Svíþjóð er varla þverfótað fyrir kaffihúsum, krúttlegum bakaríum, kökuhúsum og litlum dúllustöðum þar sem hægt er að setjast niður fá sér kaffisopa og ”fika”, sumsé fá sér eitthvað sætt og gott með kaffinu. Við rákumst inn á eitt slíkt á meðan við vinkonurnar dvöldum í Stokkhólmi um daginn. Þar var meðal annars boðið upp á himneska berjaböku með vanillusósu. Bragðlaukarnir dönsuðu af kæti og ég mundi þá hvað vanillusósa og sænskt sumar er dásamleg blanda. Og ég hugsaði með mér: Af hverju er ekki bara alltaf vanillusósa með öllu? Svo kom ég heim og gleymdi þessu nostalgíuvanillusósukasti mínu þar til ég rakst á uppskrift að rabarbaraköku á sænsku matarbloggi. Vanillusósu minningin kom þá eins og himnasending og ég varð að athuga hvernig vanillusósa færi með slíkri köku. Útkoman var svo góð að ég get ekki annað en deilt gleðinni með ykkur. Svo þykir mér líka bara fátt þjóðlegra en glænýr rabarbari sem virðist spretta undir hverjum húsvegg á landinu nema mínum. Elsku bakið kökuna og gerið vanillusósu með, kakan er reyndar líka æðisleg með þeyttum rjóma. min_IMG_5973

Rabarbarakaka með marsipani og vanillusósu:

  • 3 egg
  • 2 dl hrásykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 100 gr brætt smjör
  • 2.5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • Sjávarsalt á hnífsoddi
  • 150 gr rabarbari, skorinn í litla bita
  • 2 tsk kartöflumjöl
  • 125 gr marsipan

min_IMG_5992Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður, bræðið smjörið og leyfið aðeins að kólna. Þeytið saman egg, sykur og vanillu þar til létt og ljóst. Hellið bræddu smjörinu út í á meðan þið hrærið. Bætið mjölinu, lyftiduftinu og salti saman við og hrærið létt þar til allt er komið saman. Hellið í smurt smelluform. Hrærið kartöflumjölinu saman við rabarbarann og dreifið honum yfir deigið, ýtið aðeins ofan í deigið. Rífið marsipanið á grófu rifjárni yfir rabarbarann. Bakið í 35-40 mínútur. Ef ykkur finnst marsipanið dökkna mikið leggið þá álpappír yfir kökuna eftir ca. 25 mínútur.

min_IMG_5989Vanillusósa:

  • 2 dl rjómi
  • 2,5 dl mjólk
  • 1 dl hrásykur
  • 1 vanillustöng, kornin skafin úr
  • 1 sléttfull msk kartöflumjöl
  • 1 msk mjólk
  • 1 eggjarauða

min_IMG_5994Aðferð: Setjið rjóma, mjólk, sykur og vanillukorn í lítinn pott. Hitið við vægan-meðalhita þar til blandan hefur hitnað vel og vanillan vel blönduð saman við mjólkina, ekki sjóða. Hrærið kartöflumjölið saman við eina matskeið af mjólk og hellið út í vanillublönduna í pottinum. Pískið saman við þar til blandan er alveg að fara að sjóða eða rétt byrjuð að sjóða, froða byrjar að myndast í köntunum og rýkur úr blöndunni. Takið af hitanum og pískið áfram og látið aðeins kólna. Bætið eggjarauðunni þá út í og pískið áfram þar til blandan hefur þykknað aðeins og kólnað. Hellið sósunni gegnum sigti og berið fram volga með rabarbarakökunni. Sósan geymist í ísskáp í lokuðu íláti en þynnist aðeins þegar hún kólnar. min_IMG_5995

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: ávaxtakaka, eftirréttur, góð kaka, marsipankaka, Rabarbarakaka, rabarbarapæ, rabbarbarakaka, Rabbarbari uppskriftir, Uppskriftir að rabarbarakökum

Previous Post: « Taco súpa
Next Post: Vatnsmelónu gazpacho »

Reader Interactions

Comments

  1. Nafnlaust

    júní 16, 2014 at 14:16

    Hvað er spelt? Er nokkur leið að skifta ur vigt i bolla?

    Svara
    • helenagunnarsd

      júní 16, 2014 at 15:41

      Spelt er mjög svipað og hveiti. Bara önnur mjöl tegund og alveg hægt að nota hveiti í staðinn fyrir spelt og öfugt. Ég er ekki alveg nógu klár með bolla málin á þessari köku en 1 bolli er sama og 2.5 dl.

      Ég hugsa að ég hafi notað um 2 bolla af rabarbara í kökuna og ca. 1 bolla af rifnu marsipani. Tæplega 1/2 bolla af bræddu smjöri, 1 bolli af hveiti og rúmlega 1/2 bolli af sykri.

      Vona að þetta hjálpi eitthvað.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  2. Nafnlaust

    júní 17, 2014 at 19:18

    Það er til tilbúin vanillusósa í pökkum í IKEA!

    Svara
  3. hildigunnur

    júní 18, 2014 at 16:17

    Þetta er algjör snilldarkaka! Bökuðum hana í gær og munum gera aftur. Takk fyrir mig.

    Svara
    • helenagunnarsd

      júní 18, 2014 at 16:37

      En gaman að vita það Hildigunnur. Takk fyrir kveðjuna!

      Kær kveðja, Helena

      Svara
      • Nafnlaust

        júní 19, 2014 at 11:32

        Ef ekki er hægt að fá rabbarbara ætli hún hljóti ekki að vera góð með eplum ??

      • helenagunnarsd

        júní 19, 2014 at 19:09

        Um að gera að prófa hana með eplum og sennilega ekki verra að velta þeim upp úr smá kanil áður. Trúi ekki öðru en að það kæmi vel út. Endilega leyfðu mér að vita ef þú prófar 🙂

  4. Nafnlaust

    júní 29, 2014 at 09:00

    Er hun goð daginn eftir (og sósan) ?

    Svara
    • helenagunnarsd

      júní 29, 2014 at 14:00

      Kakan er góð daginn eftir já, en ég myndi gera sósuna sama dag, helst bara rétt áður en hún er borin fram. Þannig þykir mér hún lang best 🙂 Gangi þér vel.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  5. Fjóla fiðla

    júlí 5, 2014 at 13:33

    Mig langar að spyrja hvað þú eigir við með vanilluextract, er þetta vanilludropar eða e-ð annað?

    Svara
    • helenagunnarsd

      júlí 5, 2014 at 17:06

      Vanilluextract er voða svipað og vanilludropar. Bara búið til úr alvöru vanillu og er notað alveg eins og droparnir.

      Mér þykir það mun bragðbetra en gömlu vanilludroparnir og hvet þig eindregið að verða þér úti um alvöru vanilluextract. Það fæst t.d í Hagkaup, Kosti, Nóatúni, Þín verslun, Fjarðarkaupum og fleiri búðum. Er staðsett í bökunarhillunum (heitir ”Pure vanilla extract”) 🙂

      Gangi þér vel,
      kær kveðja, Helena

      Svara
      • Fjóla fiðla

        júlí 5, 2014 at 20:05

        Takk fyrir 🙂

  6. Björn

    júlí 6, 2014 at 14:29

    Þurfti að baka hana í klst. á 170. Átti þetta að vera 170 á blæstri?

    Svara
    • helenagunnarsd

      júlí 6, 2014 at 15:13

      Sæll Björn

      Já, ég nota yfirleitt alltaf blástur. Hef gleymt að taka það fram þarna. Breyti því hið snarasta 🙂 Annars eru ofnar svo mismunandi, alltaf erfitt að áætla tíma fyrir svona, svo um að gera að fylgjast með og aðlaga tímann eftir ofnum.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  7. Eygló

    júlí 13, 2014 at 23:57

    Ætli það sé ekki í lagi að frysta hana og hita svo upp rétt fyrir boð?

    Svara
    • helenagunnarsd

      júlí 14, 2014 at 12:43

      Jú, um að gera. Hún frystist mjög vel sé hún vel pökkuð inn. Um að gera að hita hana svo bara hægt og rólega upp í ofni án blásturs svo hún þorni ekki. Gangi þér vel 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara

Skildu eftir svar við hildigunnur Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme