• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Vatnsmelónu gazpacho

júní 29, 2014 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_6015Sumarið sem ég varð 18 ára fór ég til Malaga á Spáni og var þar í mánuð í spænskuskóla. Þetta var sannarlega einhver skemmtilegasti mánuður ævi minnar og þvílík upplifun fyrir 17 ára unglingsstelpu að fara alein langt í burtu frá öllum og það fyrir tíma Facebook og Skype. Skólinn var dásamlegur í fallegu úthverfi Malaga borgar og þar kynntist ég í fyrsta skipti alvöru andalúsískri paellu og gazpacho.. og flamenco dansi og nautaati og San Miguel en það er önnur saga. Paellan heillaði mig aldrei neitt sérstaklega, þannig lagað, en ég hef allar götur síðan verið afar hrifin af gazpacho, sem er í raun bara köld súpa. Það er fátt eins frískandi í 30 stiga hita en ísköld og bragðmikil gazpaco og merkilegt nokk þá er hún bara alveg ágæt líka í 15 stiga hita á Íslandi. min_IMG_6004Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þessa vatnsmelónu gazpacho síðan ég sá hana í uppskriftatímariti um daginn. Svo gerði ég hana um daginn, við borðuðum hana í sólinni á pallinum og nú get ég aftur ekki hætt að hugsa um hana. Hún skoraði fullt hús stiga hjá okkur, svo fersk, létt og bragðgóð, fullkominn forréttur á undan grillmat til dæmis. Þarna sannast líka enn og aftur hið margkveðna, hvað einfalt er oftast langbest, í matargerð sem og öðru. Ég mun gera þessa aftur og aftur.min_IMG_6008

Vatnsmelónu gazpacho fyrir 4 (örlítið breytt uppskrift úr FoodNetwork Magazine):

  • 2 bollar vatnsmelóna, afhýdd og skorin í litla bita
  • 2 eldrauðir vel þroskaðir tómatar
  • 1/4 bolli góð jómfrúar ólífuolía
  • 1/2 agúrka, fræhreinsuð
  • 1/2 grænn eða rauður chillipipar, fræhreinsaður ef þið viljið ekki sterka súpu
  • 2 msk smátt saxaður rauðlaukur (og aðeins meira til að strá yfir)
  • 2 tsk rauðvínsedik
  • Sjávarsalt og nýmalaðurr pipar
  • 4 msk fetaostur í vatni
  • Smávegis af graslauk og steinselju, smátt saxað (líka hægt að nota aðrar ferskar kryddjurtir, t.d dill)

Aðferð: Setjið einn og hálfan bolla af saxaðri vatnsmelónu og tómatana í blandara og þeytið þar vel maukað. Bætið út í ólífuolíu, agúrku, chillipipar, rauðlauk, rauðvínsediki, salti og pipar (ég notaði alveg 1 tsk af grófu Saltverk sjávarsalti). Blandið þessu vel saman þar til silkimjúkt. Smakkið til með salti, pipar og rauðvínsediki. Hellið í könnu eða skál og kælið í a.m.k 30 mínútur. Hellið súpunni í bolla eða litlar skálar. Toppið með restinni af vatnsmelónunni, fetaosti, smátt söxuðum rauðlauk, graslauk, steinselju eða dilli. Berið fram strax, ískalt.

min_IMG_6001

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Rabarbarakaka með marsipani og vanillusósu
Next Post: Dúnmjúkar banana muffins með brúnuðu smjöri »

Reader Interactions

Comments

  1. Nanna Gunnarsdóttir

    júní 29, 2014 at 18:57

    O hvað þetta er girnilegt! Smakkaði svipaða í Lissabon og er búin að reyna að ná bragðinu,
    en í minningunni var hún samt bara úr melónum, og því frekar i sætari kantinum, en aldeilis lygilega góð. Nú verð ég að prófa aftur.

    Svara
    • helenagunnarsd

      júní 29, 2014 at 19:20

      Mæli með að þú prófir. Bragðið kom skemmtilega á óvart og vissulega svolítið sætt en þó ekki of.. Átti smá afgang sem ég gæddi mér á í hádeginu í dag og hún var ekki síðri svona degi seinna.

      Kær kveðja, Helena

      Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme