Fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu

Jæja. Ég er voða spennt að setja þessa uppskrift inn og veit að það eru nokkrir að bíða eftir henni. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu hefur búið við almennt tannleysi, lausar tennur og auman góm og þá dramatík sem því fylgir undanfarna mánuði. Enda eðlilegur fylgifiskur þess að vera sex ára. Hér hefur því verið mikið…

Auglýsingar

Tíramímús

Ég hef legið á þessari uppskrift eins og ormur á gulli. Það er langt síðan ég bauð upp á tíramímúsina sem eftirrétt og hef eiginlega ekki getað hætt að hugsa um hana síðan. Ef þið kunnið að meta tiramisu og þess háttar eftirrétti get ég lofað að þetta á eftir að slá í gegn hjá…

Sterk og klístruð chilli kjúklingalæri á grillið

Þessi ógurlega fljótlega og ljúffenga uppskrift slær beint í mark þegar grillið er dregið fram. Uppskriftina má jafnt nota á læri, leggi, bringur eða heilan kjúkling. Eina sem þarf að vara sig á er að hafa grillið ekki of heitt því hunangið á það til að brenna. Gott er að byrja á að brúna kjúklinginn…

Marengsterta með kókosbollurjóma og jarðarberjum

Það er stórsniðugt að geyma eggjahvítur sem falla til í frysti. Ég set oftast 3-4 eggjahvítur saman í plastpoka og sting í frystinn. Einhverra hluta vegna höfðu þónokkrir svona pokar safnast fyrir í frystinum í vetur (bernaise-sósu veturinn mikli?) og kominn tími til að nota þær. Úr varð þessi stórkostlega, hættulega góða marengsterta þar sem…

Hvítsúkkulaði Créme Brulée

Créme brulée er einn af mínum allra uppáhalds eftirréttum, ég kikna í hnjánum þegar ég smakka vel heppnað brulée. Ég verð líka frekar sár þegar veitingastaðir bjóða uppá glataða útgáfu af þessum dásamlega rétti, það hefur sem betur fer ekki oft gerst. Hingað til hef ég nefnilega bara smakkað réttinn á veitingastöðum og talið sjálfri…

Súkkulaðiskonsur

Mér finnst svo frábært að baka skonsur ef ég á von á gestum í bröns eða bara til að gleðja heimilisfólkið um helgar. Það er einstaklega róandi að læðast fram á björtum morgni á meðan heimilisfólkið liggur fyrir, mylja saman smjör og hveiiti og finna ilminn af nýbökuðum skonsunum nokkrum mínútum seinna. Svo einfalt er…

Gamaldags súkkulaðiterta með alvöru súkkulaðiglassúr

Eitt af uppáhalds matarbloggunum heitir Smitten Kitchen, ég leita oft þangað eftir uppskriftum og innblæstri og oftar en ekki endar heimsókn mín þangað inn, þannig að ég verð að prófa uppskriftina, eða eitthvað svipað allavega. Síðasta svoleiðis uppskrift var “The I want chocolate cake´ cake“ – Eða “Mig langar svo í súkkulaðiköku kakan“. Ég get…

Níu notalegar súpur

Ég er ótrúlega hrifin af súpum. Bæði finnst mér gaman að elda þær og borða. En þær þurfa líka að vera góðar og eitthvað varið í þær.. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að borða súpur sem eru flatar eins og barnamatur, maukaðar í spað og óspennandi. Þá er allavega lágmark að þær rífi þá aðeins…

Appelsínu og súkkulaði formkaka

Gleðilegt ár kæru lesendur og takk fyrir síðasta Eldhúsperlu ár. Hér hefur ekki mikið verið á döfinni síðustu vikur enda ágætt að taka einstöku sinnum frí frá bloggi og eldhússtörfum eins og öðru. Ég hef þó ýmislegt verið að brasa hingað og þangað. Nú má til dæmis finna nýjar uppskriftir frá mér einu sinni í…