• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Góður kjúklingaréttur

bbq salat með chilli-sesam kjúkling

mars 23, 2016 by helenagunnarsd Leave a Comment

 

561458_1058825050842552_8671424417057541431_n

Það er ískyggilega langt síðan uppskrift hefur birst hér inni, ekki síðan í janúar! Myrkur á kvöldmatartíma spilar vissulega mikið inn í ásamt almennu annríki. Þið getið reglulega séð nýjar uppskriftir eftir mig inni á www.gottimatinn.is og ef þið fjárfestið í tímaritinu Húsfreyjunni má þar finna helling af skemmtilegum uppskriftum. En að þessu salati – Það er varla hægt að kalla þetta uppskrift svo einfalt er það. Hlutföllin eru alls ekki heilög eins og svo oft í svona matargerð og um að gera að nota það sem manni þykir gott. Svona þykir mér salatið best. Þessi réttur slær í gegn þar sem hann er borinn fram og alveg upplagður í saumaklúbba.

bbq salat með chilli-sesam kjúkling (fyrir fjóra):

  • 3-4 góðar handfyllir grænt salat (ég nota ferskt spínat og lambhagasalat)
  • 1/2 agúrka
  • 1 lítil rauð paprika
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5-6 msk fetaostur í olíu
  • 3 kjúklingabringur
  • Olífuolía, salt og pipar
  • 2 dl bbq sósa (ég nota alltaf Hunts hickory brown sugar)
  • 1 tsk sambal oelek chillimauk (má sleppa ef maður vill ekki hitann)
  • 3 msk sesamfræ
  • Ofaná (ef vill):
  • Svartar Doritos flögur, muldar
  • 1 dós sýrður rjómi með 2 msk bbq sósu pískað saman við

Aðferð: Rífið salatið gróflega niður og leggið í botninn á fati eða stórum diski. Skerið grænmetið frekar smátt og dreifið ofan á. Skerið kjúklinginn í litla bita, kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu uppúr smá olíu þar til hann hefur lokast á öllum hliðum. Hellið þá bbq sósunnu út á pönnuna ásamt chillimaukinu og látið þetta krauma saman við meðal-háan hita í um 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað og kjúklingurinn eldaður í gegn. Stráið þá sesamfræjunum yfir hrærið saman og takið af hitanum. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr kjúklingnum 5-10 mínútur og hellið honum svo yfir salatið. Skreytið með smá grænmeti og e.t.v. meiri bbq sósu og drefið svo fetaosti yfir allt saman. Berið fram með flögunum og kaldri sósu.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótlegur kjúklingaréttur, Fljótlegur matur, Gott salat, Góður kjúklingaréttur, Grænmetisréttur, Kjúklingabringur uppskrift, Kjúklingaréttur, LKL uppskrift

Sweet chili kjúklinga enchiladas

maí 22, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5748Enn einu sinni fær kaldur afgangs kjúklingur yfirhalningu í eldhúsinu. Að þessu sinni umbreyttist kjúllinn í þessar dásamlegu enchiladas með mildri, sætri kókos chili sósu. Þetta er svona ekta föstudags- matarboðsréttur sem allir elska. Einfaldur og sérstaklega bragðgóður. Ég ætla ekkert að hafa fleiri orð um þetta, nema bara hvetja ykkur til að prófa, þessi er allavega á uppáhaldslistanum á mínu heimili!min_IMG_5741

Sweet chili kjúklinga enchiladas:

  • 1 pakki heilveiti tortilla kökur, 8 stk
  • 1 eldaður kjúklingur úrbeinaður og rifinn niður (líka hægt að nota 3 eldaðar kjúklingabringur)
  • 1 dós kókosmjólk
  • 4 – 5 msk sweet chili sósa + meira eftir smekk
  • 1/2 kjúklingateningur eða 1 tsk kjúklingakraftur
  • 1 dós philadelphia light rjómaostur
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 5 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Góð handfylli ferskt kóríander, saxað smátt
  • Rifinn ostur eftir smekk
  • 2 avocado, skorin í teninga

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Rífið kjúklingakjötið af beinunum og skerið það frekar smátt. Setjið kókosmjólkina, sweet chilli sósu og kjúklingatening í pott og hitið þar til suðan kemur upp. Leyfið að malla við hægan hita í 1-2 mínútur. Slökkvið undir og setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaostinum og sýrða rjómanum (líka gott að skipta rjómaostinum út fyrir Kotasælu). Takið tortillaköku, smyrjið ca. 2 msk af rjómaostablöndunni á kökuna, dreifið 2-3 msk af kjúkling yfir, smá vorlauk og kóríander. Setjið um 1 msk af rifnum osti yfir og smá sweet chilli sósu. min_IMG_5723Rúllið tortillakökunni upp og endurtakið þar til kjúklingurinn og heilhveititortillurnar eru búnar. min_IMG_5729Skiljið smá vorlauk og kóríander eftir til að strá yfir þegar rétturinn er tilbúinn. Leggið rúllurnar í eldfast mót og hellið þá sweet chilli kókosmjólkinni úr pottinum yfir. min_IMG_5731Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15 mínútur.min_IMG_5733 Dreifið kóríander, vorlauk, avocado teningum og smá sweet chilli sósu yfir og berið fram.min_IMG_5740

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: bestu kjúklingaréttirnir, chicken enchiladas, Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótleg kjúklingauppskrift, Góður kjúklingaréttur, kjúklinga enchiladas, mexíkóskur kjúklingur, sweet chili kjúklingur

Kjúklingabaka með parmesan og púrrulauk

maí 13, 2014 by helenagunnarsd 1 Comment

Ég hef eytt undanförnum dögum í Stokkhólmi þar sem ég átti alveg frábæran tíma með yndislegum vinkonum og goðinu til margra ára, Justin nokkrum, Timberlake. Fullkomin helgi í alla staði sem saman stóð af eintómri gleði, dekri, huggulegheitum og fyndnum uppákomum. Hápunktur helgarinnar var án efa á laugardagskvöldið þegar langþráður draumur okkar vinkvenna um að bera meistara JT augum, varð að veruleika.IMG_5684 IMG_5666IMG_5693Tónleikarnir voru ólýsanlega flottir og stóðust fyllilega væntingar mínar og gott betur. Svo náði ég meira að segja ansi ágætum myndum. Ef einhver hefur einhverntímann efast um Justin ætti sá hinn sami að skella sér á tónleika og borða hattinn sinn á eftir. Ég get svo ekki beðið eftir að fara á ögn smærri JT tónleika í sveitinni minni í ágúst og fá að sjá þetta snilldar show aftur. Er jafnvel að hugsa um að bjóða honum í grill á pallinum hjá okkur á undan tónleikunum.. eða jafnvel á eftir. Þið látið það bara berast ef hann er laus..min_IMG_5523En nóg um Justin í bili og að bökunni. Þessi baka er bæði fljótleg og einföld og hana ættu allir að geta gert. Galdurinn við bökur eins og þessa er að nota það sem hendi er næst. Týna afganga úr ísskápnum af kjöti eða grænmeti, eða hvorutveggja og raða í hana því sem manni þykir sjálfum best. Ég kaupi iðulega tvo heila kjúklinga einu sinni í viku, elda þá báða, hef annan í matinn en geymi hinn fyrir nesti, salöt, súpur, kvöldmat og hvaðeina fyrir næstu daga á eftir. Það góða við bökuna er að hún þarf ekki að vera fullkomin heldur er aðferðin svolítið bara eins og að baka pizzu með mikilli fyllingu og lokuðum kanti en deigið er stökkt og gott eins og bökudeig á að vera. Prófið bara!min_IMG_5522

Kjúklingabaka með osti og púrrulauk (fyrir 3-4 fullorðna):

  • 2,5 dl grófmalað spelt
  • 4 msk ólífuolía
  • 1/2-1 dl heitt vatn (setjið smám saman út í)
  • 2 msk dijon sinnep
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 2 eldaðar kjúklingabringur eða annað eldað kjúklingakjöt, rifið niður eða smátt skorið
  • 1/2 – 1 púrrulaukur, smátt saxaðaður
  • 1 góð handfylli af söxuðu íslensku grænkáli, líka hægt að nota saxað spínat
  • 3 msk kotasæla
  • 2 egg
  • 1 dl rifinn parmesan og 1 dl rifinn mozarella eða annar mildur ostur
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Blandið saman, með sleif eða venjulegri skeið, í skál, spelti og ólífuolíu, bætið heitu vatni þar til þið eruð komin með deig sem loðir saman og er ekki of blautt. Hellið deiginu á hveitistráð borð og hnoðið aðeins saman með höndunum. Fletjið deigið út þar til það fyllir nánast út í ofnplötu og er um það bil hringlaga (þarf ekki að vera fullkomið muniði!). Leggið deigið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Dreifið úr dijon sinnepinu og sýrða rjómanum á botninn en skiljið ca. 3 cm kant eftir. Dreifið kjúklingnum yfir ásamt púrrulauknum og helmingnum af grænkálinu eða spínatinu. Leggið kantana á bökudeiginu upp á fyllinguna eins og þið sjáið á myndunum. Hrærið saman kotasælu, eggjum og rifnum osti, kryddið með salti og pipar og hellið yfir fyllinguna, stráið restinni af grænkálinu eða spínatinu yfir. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til baka er tilbúin og osturinn gullinbrúnn. Berið fram t.d með góðu salati og sýrðum rjóma.min_IMG_5535

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: böku uppskriftir, bökudeig, bökur, Bröns, brunch hugmyndir, Einfaldur kjúklingur, Góðir kjúklingaréttir, Góður kjúklingaréttur, kjúklinga uppskriftir, Kjúklingabaka, Kjúklingaréttur, matarmiklar bökur

Fljótlegur kjúklingur með kasjúhnetum

febrúar 1, 2014 by helenagunnarsd 7 Comments

min_IMG_4877Ég var með þennan einstaklega fljótlega og góða kjúklingarétt með kasjúhnetum í gærkvöldi. Þennan er upplagt að gera þegar ekki er mikill tími til eldamennsku og ég get nánast fullyrt að það er fljótlegra að matreiða réttinn en að fara út á næsta skyndibitastað. Uppskrftina fann ég á síðunni hennar Mörthu Stewart fyrir margt löngu síðan en átti alltaf eftir að prófa. Ég varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Prófið þennan.

min_IMG_4861Kjúklingur með kasjúhnetum (breytt uppskrift af www.marthastewart.com)

  • 700 gr beinlaust kjúklingakjöt t.d læri eða bringur
  • 2 msk maíssterkja eða kartöflumjöl
  • 4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
  • 4 vorlaukar, smátt saxaðir
  • 3 msk hrísgrjónaedik
  • 1 1/2 dl hoisin sósa
  • 1 lítið brokkolíhöfuð, skorið í smáa bita
  • 100 gr ristaðar kasjúhnetur
  • Salt, pipar, chilliflögur og olía

Aðferð: Byrjið á að skera kjúklinginn í passlega munnbita, setjið í skál með maíssterkjunni og veltið vel uppúr. Kryddið með salti og pipar.min_IMG_4862Hitið 2 msk af olíu á stórri pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er stökkur og nánast eldaður í gegn. Bætið hvítlauknum og vorlauknum á pönnuna, steikið í 1-2 mínútur og hellið þá hrísgrjónaedikinu út á.min_IMG_4864Látið sjóða niður í 1 mínútu. Hellið hoisin sósunni yfir ásamt ca. 1/2 dl af vatni, kasjúhnetunum og brokkolíinu. Blandið vel saman og látið sjóða í 2-3 mínútur.min_IMG_4866Ég vil hafa réttinn sterkan svo ég bætti við hressilega af muldum chilliflögum. Smakkið til þar til rétturinn er eins og þið viljið hafa hann. Berið fram með hrísgrjónum.min_IMG_4873

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Einfaldur kjúklingur, Fljótlegur kjúklingur, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingur með kasjúhnetum

Kjúklingur með mozarella og tómötum..

janúar 5, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4759… og balsamikediki og vorlauk og ólífum. En þá er það líka upptalið. Svei mér þá hvað þetta var góð og hressandi máltíð eftir hverja stórsteikina á fætur annarri yfir hátíðarnar. Við Heimir vorum sammála um það á nýársdagskvöld þá eftir enn eina veisluna, að við værum sennilega búin að vera samfleytt södd síðan á þorláksmessu. Ég held að það sem geri líka blessaða jólahátíðina svona frábrugðna eðlilegu mataræði (svona fyrir utan reykt og saltað kjöt) sé allur sykurinn. Það er konfekt á hverju horni og eftirréttir verða eðlilegasti hlutur á eftir stórkostlegum veislumáltíðum. Sykurinn má ekki bara finna í eftirréttunum eða á kaffiborðinu heldur líka út á kartöflurnar,  út í sósuna, ofan á hamborgarhrygginn, saman við waldorfssalatið og svo væri lengi hægt að telja.

min_IMG_4761En það sem við áttum yndislega jólahátíð umvafin elskulegu fjölskyldunum okkar, stórsteikum og félögunum sykri og rjóma. Ég tek þó janúar og nýju ári fagnandi. Það er svo margt spennandi á dagskrá hjá okkur á þessu ári, nokkur stórafmæli, útskrift og tvær utanlandsferðir eru nú þegar á dagskrá svo það verður nóg að gera á næstu mánuðum. En að matnum. Kjúklingarétturinn sem ég set inn í dag er alveg einstaklega góður. Ég veit að ég segi oft að matur sé einfaldur og fljótlegur en það er líka af því ég meina það. Og þessi er hvorutveggja og líka ofboðslega bragðgóður, léttur í maga og eitthvað allt annað bragð en af jólamat. Prófið bara!min_IMG_4755

Kjúklingur með mozarella og tómötum:

  • 4 kjúklingabringur eða 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5 vorlaukar
  • 2 kúlur ferskur mozarella ostur
  • 1 krukka svartar ólífur
  • 1 dl balsamikedik
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • Ólífuolía

Aðferð: Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt ef þið notið þær. Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar og steikið þar til vel brúnaður og nánast eldaður í gegn. Færið kjúklinginn í eldfast mót og leggið sneið af mozarella osti ofan á hvern. Hitið grillið í ofninum. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og saxið vorlaukinn smátt. Setjið tómatana, hvíta hlutann af vorlauknum og ólífurnar á pönnuna og steikið í stutta stund við háan hita. Hellið balsamikedikinu út á pönnuna og leyfið að sjóða aðeins niður í 1-2 mínútur. Hellið yfir kjúklinginn og mozarellaostinn. Setjið undir grillið í u.þ.b 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.min_IMG_4749 Stráið restinni af vorlauknum yfir og berið fram t.d með hrísgrjónum eða brauði.min_IMG_4767

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldir kjúklingaréttir, Fljótlegur kvöldmatur, Góður kjúklingaréttur, Hollur matur, Ítalskur kjúklingaréttur, Kjúklingaréttur, Kjúklingur með mozarella

Léttur mangó chutney kjúklingur með möndluflögum og sætum kartöflum

desember 17, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_4679Á stuttum og annasömum dögum eins og núna síðustu dagana fyrir jól gefst lítill tími til eldamennsku. Það er þó þannig að þegar það er mikið að gera og allir frekar uppteknir er svo notalegt að setjast niður og borða kvöldmat, sem þarf bara alls ekki að vera svo flókið. Ég hef sótt mikið í léttar og bragðmiklar uppskriftir undanfarið. Eldaði til dæmis þessa tælensku kjúklingasúpu í gær og maður minn, hvað hún var góð. Einmitt það sem við þurftum á þessu dimma mánudagskvöldi. Um helgina eldaði ég svo þennan létta og bragðgóða mangó chutney kjúklingarétt. Ég mæli með að nota gott mangó chutney í réttinn. Geeta´s premium Mango chutney er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og fæst t.d í Hagkaup. Það er vel kryddað og ekki of sætt. Ég hef einnig rekist á svipað chutney í öðrum verslunum, svo um að gera að prófa sig áfram.

min_IMG_4681Léttur mangó chutney kjúklingur með möndluflögum og sætum kartöflum (fyrir 3-4):

  • 4 kjúklingabringur
  • 1/2-1 sæt kartafla (fer eftir stærð)
  • 1 pressað hvítlauksrif
  • 1 tsk rifið engifer
  • 4-5 vænar msk mangó chutney (eða meira eftir smekk)
  • 1,5 dl vatn
  • 1 tsk kjúklingakraftur eða 1/2 mulinn kjúklingateningur
  • Handfylli af möndluflögum

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Skerið sætu kartöfluna í þunnar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Leggið kjúklingabringurnar ofan á. Hrærið saman hvítlauk, engifer, mangó chutney, vatni og kjúklingakrafti og hellið yfir kjúklinginn. Bakið í 25 mínútur. Takið þá út og dreifið möndluflögunum yfir og bakið áfram í 5 mínútur. Berið fram með fersku salati og brosi á vör!min_IMG_4676

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótlegur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingabringur uppskrift, Kjúklingaréttur, Kjúklingur með mango chutney, mangó kjúklingur

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsoði með 20 hvítlauksrifjum

desember 10, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4667Ég ligg núna á nokkrum uppskriftum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa verið eldaðar í myrkri og óspennandi eldhúsljósum og þeim fylgja myndir sem eiginlega eru ekki birtingarhæfar. Sem er synd því ég er mjög ánægð með uppskriftirnar. Ég læt mig því hafa það í þetta skiptið og birti hér mikla uppáhalds uppskrift með myndum sem ekki eru í uppáhaldi.

Heilsteiktur kjúklingur hittir alltaf í mark á mínu heimili. Það er varla til einfaldari matur og okkur þykir hann alveg ómótstæðilega góður. Þetta er líka svona matur sem tekur litla stund í undirbúningi, maður hendir inn í ofn og gleymir honum svo þar til klukkustund seinna. Ég ákvað að prófa á dögunum að elda kjúklinginn aðeins hægar en venjulega og hafði ofninn frekar lágt stilltan, auk þess hafði ég þéttan álpappír yfir og bragðgott soð í botninum á fatinu. Það má því eiginlega segja að kjúklingurinn hafi gufueldast við vægan hita fyrst um sinn í dásamlegri gufu af bjór, hvítlauk og sítrónum. Undir lok eldunartímans er hitinn svo hækkaður hressilega, álpappírinn tekinn af og kartöflum bætt í fatið. Þá myndast gullin og stökk húð á fuglinn og útkoman einhver safaríkasti og besti kjúklingur sem við höfðum smakkað. Kjúklingurinn er svo borinn fram með himnesku soðinu sem hægt væri að drekka með röri. Mér fannst alls ekki koma yfirgnæfandi hvítlauksbragð af soðinu, við svona hæga eldun verður hvítlaukurinn mjúkur og sætur og gefur soðinu og kjúklingnum ákaflega gott bragð sem passar svo einstaklega vel við bjórinn í soðinu.

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsoði með 20 hvítlauksrifjum:

  • 1 heill vænn kjúklingur (1,5-1,7 kg)
  • Ólífuolía
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og rósmarín
  • 1 sítróna
  • 1 stór laukur
  • 20 hvítlauksrif
  • 330 ml ljós bjór (einnig væri hægt að nota pilsner)
  • 3 dl kjúklingasoð (1/2 kjúklingateningur+3 dl heitt vatn)
  • 2 bökunarkartöflur
  • 1/2 – 1 sæt kartafla

Aðferð: Hitið ofn í 150 gráður. Náið ykkur í stórt eldfast mót eða ofnskúffu. Hreinsið kjúklinginn og þerrið hann vel með eldhúspappír. Skerið laukinn í þykkar sneiðar og leggið í botninn á fatinu. Makið kjúklinginn með smávegis ólífuolíu og kryddið hann vel með salti og pipar, setjið hálfa sítrónu inn í kjúklinginn ásamt 2-3 hvílauksrifjum. Leggið kjúklinginn ofan á lauksneiðarnar. Dreifið hvítlauksrifjunum í fatið ásamt restinni af sítrónunni. Hellið bjórnum yfir ásamt kjúklingasoði.min_IMG_4653Leggið álpappír nú vel yfir fatið svo gufan sleppi ekki við eldun. Setjið kjúklinginn inn í ofn í 1 klst (eða þar til kjarnhiti í þykkasta hluta bringunnar er kominn í 60 gráður).

Takið kjúklinginn þá út og takið álpappírinn af. Hækkið ofnhitann í 220 gráður. Skerið kartöflurnar í teninga og dreifið í kringum kjúklinginn. Dreifið smávegis af ólífuolíu yfir og kryddið yfir allt saman með salti, pipar og rósmarín. Bakið áfram í 30 mínútur eða þar til hitinn í bringunni er kominn í 70 gráður. Takið kjúklinginn út og leyfið honum að jafna sig í 15 mínútur áður en hann er skorinn. min_IMG_4666

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góður kjúklingaréttur, Heill kjúklingur uppskrift, Hvernig á að elda heilan kjúkling, kjúklingur í ofni, Ofnbakaður kjúklingur, Steiktur kjúklingur

Salsa kjúklingur með Mexíkó osti

nóvember 14, 2013 by helenagunnarsd 12 Comments

min_IMG_4601Þetta mikla gúmmelaði þykir mér alveg kjörinn föstudags- eða helgarmatur. Ég eldaði réttinn á dögunum og stóð sennilega ekki lengur en 15 mínútur við eldavélina og lét ofninn sjá um restina. Svoleiðis réttir finnst mér svo frábærir, þetta er bæði auðveldara og fljótlegra (og betra) en að panta pizzu! Sósan er bragðmikil svo ef þið eða börnin ykkar eruð mjög viðkvæm fyrir sterku bragði er um að gera að nota milda salsa sósu og jafnvel hægt að skipta Mexíkó ostinum út og nota papriku eða pepperoni ost í staðin. Okkur þótti þetta hins vegar alveg mátulega bragðmikið, meira að segja þeim fimm ára.

min_IMG_4603Salsa kjúklingur með Mexíkó osti (fyrir 6):

  • 6 kjúklingabringur
  • 1-2 msk olía eða smjör
  • Krydd, t.d chilli explosion eða önnur góð kryddblanda
  • 1 stór krukka (350 gr) salsa sósa
  • 1 askja Philadelphia light rjómaostur
  • 1 Mexíkó ostur, smátt skorinn
  • 1/2 kjúklingateningur
  • Nokkrar tortillaflögur
  • 1 dl rifinn ostur
  • Smátt saxað ferskt kóríander (má alveg sleppa)

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og kveikið undir pönnu á meðal-háum hita. Skerið bringurnar í tvennt, kryddið og steikið upp úr smjöri eða olíu þar til bringurnar hafa brúnast. Leggið kjúklinginn í eldfast mót.min_IMG_4595 Hellið salsa sósunni á pönnuna ásamt smátt skornum Mexíkó ostinum og rjómaostinum og hálfum kjúklingateningi. Setjið 1 dl af vatni í salsakrukkuna, lokið á og hristið og hellið á pönnuna. Hitið sósuna þar til allt bráðnar en það er allt í lagi að hafa smá Mexíkó osta bita í henni, bara betra. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Stráið yfir rifna ostinum og nokkrum lúkum af muldum tortillaflögum. Bakið í 20 mínutur.min_IMG_4597 Stráið smátt söxuðum kóríander yfir og berið fram með tortillaflögum, gróft skornum tómötum og avocado. Það má líka gjarnan bera þetta fram með hrísgrjónum, brauði eða salati.min_IMG_4601

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, kjúklingur með mexíkó osti, salsa kjúklingur

Chilli og sítrónu kjúklingur með marokkósku kúskús salati, möndluflögum og apríkósum

nóvember 4, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_4540Ég hef játað mig sigraða og verð nú að horfast í augu við myrkur á kvöldmatartíma. Þar sem ég hef ekki tök á að elda mat eða baka á daginn nema einstaka sinnum er þetta óhjákvæmlegur fylgifiskur vetrarins. Mér þykir bara svo gaman að deila með ykkur uppskriftum þegar vel tekst til að ég læt mig hafa það að mynda matinn undir eldhúsljósunum. Þið harkið bara af ykkur. Þessi kjúklingaréttur flokkast sannarlega undir mat sem tókst vel. Sunna systir sagði mér á dögunum frá kjúklingarétti sem hún hafði fengið hjá vinkonu sinni, rétturinn var svo góður að hún hafði ekki getað hætt að hugsa um hann.

min_IMG_4538Það er skemmst frá því að segja að aðeins eru nokkrir dagar síðan hún sagði mér frá réttinum en samt er ég búin að elda hann tvisvar. Þetta er nýjasta æðið! Ég get svo svarið það. Rétturinn er ótrúlega einfaldur en galdurinn er marineringin á hann. Chillimaukið Sambal oelek blandað saman við dijon sinnep og sítrónu er hættulega góð samsetning og eiginlega ávanabindandi. Ég get því ekki annað en þakkað Árdísi vinkonu fyrir hugmyndina að snilldarmarineringu á kjúkling og mælt með því að þið prófið. Ég bjó til marokkóskt kúskús salat sem meðlæti í þetta skiptið sem mér fannst smellpassa við bragðmikinn kjúklinginn.

Kjúklingurinn (fyrir 5):

  • 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 msk Sambal oelek chillimauk
  • 1 msk dijon sinnep (ég notaði hunangsdijon og venjulegt til helminga)
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk gott sjávarsalt
  • Nýmalaður svartur pipar
  • 3 msk fetaostur
  • 1 sítróna skorin í báta

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður. min_IMG_4522Hærið saman chillimauki, dijon sinnepi, ólífuolíu, salti og pipar. Makið þessu vel á kjúklingalærin og leggið þau í eldfast mót. Stingið sítrónubátum inn á milli kjúklingabitanna, stráið fetaostinum yfir og bakið í 30 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum gerið þið svo kúskúsið tilbúið. min_IMG_4530

Kúskús og meðlætið:

  • 200 gr kryddað kúskús
  • 10 þurrkaðar apríkósur
  • 50 gr ristaðar möndluflögur
  • 2 tómatar skornir í grófa bita
  • 1 lítill rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 1/2 rauður chilli smátt skorinn
  • Ferskt saxað kóríander eða steinselja til skrauts (má sleppa)

Aðferð: Eldið kúskúsið skv. leiðbeiningum á pakkanum. min_IMG_4519Ég hellti því bara í eldfasta mótið sem ég notaði til að bera matinn fram, stráði apríkósunum yfir og hellti sjóðandi heitu vatni þar til rétt flaut yfir. min_IMG_4524min_IMG_4526Ristið möndluflögurnar á þurri pönnu en gætið þess að brenna þær ekki. Hafið pönnuna á meðalhita. min_IMG_4527Þegar kúskúsið er tilbúið, hrærið það upp með gaffli og stráið möndlunum yfir. min_IMG_4528Leggið kjúklingalærin ofan á kúskúsið, hellið soðinu úr fatinu yfir og kreistið bakaðar sítrónurnar líka yfir. min_IMG_4533Dreifið tómatabitunum og rauðlauknum yfir að lokum og stráið e.t.v yfir ferskum kóríander eða steinselju, möndluflögum, chilli og smá fetaosti.min_IMG_4537Berið fram og njótið !

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Chilli kjúklingur, Einfaldur kjúklingur, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingalæri uppskrift, Kjúklingur, Kúskús salat, Marokkóskur kjúklingur

Freistandi kjúklingaréttur með púrrulauk og sweet chili rjómasósu

október 2, 2013 by helenagunnarsd 25 Comments

min_IMG_4261Nú nálgast óðfluga sá tími að kona býr ekki lengur við þann lúxus að geta myndað kvöldmatinn í dagsbirtu. Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hlakka ég ekkert voðalega mikið til þess tíma. Þeir sem hafa myndað mat, vita að dagsbirta er besti vinur fallegra matarmynda. Og þegar maður er ekki áhuga- eða atvinnu ljósmyndari, á tiltölulega einfalda myndavél, kann næstum ekkert í ljósmyndun og á ekki ljósmyndastúdíó, eru félagarnir myrkur og flass ekki bestu vinir manns. Maður einfaldlega tekur ekki myndir af mat með flassi, það er agalegt! Annað hvort þarf ég að fara að elda matinn í hádeginu, finna eitthvað út úr þessu birtuveseni eða einfaldlega taka myndir af matnum undir ljósunum í eldhúsinu hjá mér og vona það besta. Ég hugsa að þið fáið að sjá sitt lítið af hverju á komandi vetri. Ef þið lumið á einhverjum góðum ráðum varðandi þetta lúxusvandamál mitt, þigg ég þau með þökkum.

min_IMG_4269En þá að uppskrift dagsins. Það má með sanni segja að þessi kjúklingaréttur sé af sparilegri gerðinni. Rjómaostur og sýrður rjómi spilar lykilhutverk í sósunni sem er einstaklega bragðgóð með sætu og mildu chilli og púrrulauksbragði. Rétturinn er til dæmis alveg kjörinn lágkolvetnaréttur, borinn fram með fersku grænu salati eða blómkálsgrjónum. Sweet chilli sósuna er hægt að fá sykurlausa t.d í Krónunni og sennilega víðar. Annars mæli ég nú alveg heilshugar með þessum einfalda og ljúffenga kjúklingarétti fyrir alla og hvet ykkur, kæru vinir til að prófa, þetta er sannkallaður veislumatur.

Freistandi kjúklingur í púrrulauks og sweet chili rjómasósu (fyrir 5):

  • 5 kjúklingabringur, skornar í teninga (gúllas stærð)
  • 1 púrrulaukur, smátt skorinn
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • 1 lítil dós rjómaostur (125 gr)
  • 1 teningur kjúklingakraftur
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð eða rifin
  • 4-5 msk sweet chilli sósa (eftir smekk)
  • 1 dl rifinn ostur
  • Salt og pipar

min_IMG_4260Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður með blæstri. Hitið pönnu með smá smjöri eða olíu, saltið og piprið kjúklingabitana og brúnið þá vel eða þar til þeir eru nánast fulleldaðir. Setjið kjúklinginn í eldfast mót. Lækkið hitann á pönnunni, setjið smá olíu eða smjör á pönnuna og steikið púrrulaukinn þar til hann mýkist aðeins, ca. 3 mínútur.

Setjið rjómaostinn, sýrða rjómann, kjúklingatening, hvítlauk og sweet chilli sósuna út á og leyfið að malla aðeins, smakkið til með sweet chilli sósunni. Bætið örlitlu vatni saman við sósuna ef ykkur finnst hún of þykk. Stráið rifna ostinum yfir kjúklingabitana og hellið sósunni því næst yfir. Bakið í ofni við 200 gráður í 15 mínútur eða þar til kraumar í sósunni og hún hefur tekið lit. Berið fram með góðu grænu salati og grjónum.min_IMG_4263

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, Hugmyndir fyrir matarboð, Kjúklingaréttir uppskrift, Kjúklingur með sweet chilli sósu, LKL kjúklingur, LKL uppskriftir

  • Page 1
  • Page 2
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme